fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Um káf, eignarhald og karlmennsku unglingsdrengja – „Verum fyrirmyndir sem fordæma og fyrirlíta karlrembu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert svo langt síðan að litið var algjörlega framhjá grófu kynferðislegu áreiti á skemmtistöðum. Man eftir samtali við vinkonu sem sagði að svona væri þetta bara á djamminu. „Hvað á stelpa annars að gera? Nenni ekki að vera fúla pían eða vera með vesen.“ Á sama tíma, og jafnvel ennþá, voru 12 ára drengir að slá í rassinn á stelpum á skólagöngunum.

Svona hefst áhrifamikill pistill Þorsteins V. Einarssonar sem ber titillinn: „Um káf, eignarhald og karlmennsku unglingsdrengja.“ Pistillinn birtist fyrst á Facebook síðu Þorsteins og hefur vefsíðan KÞBAVD.is einnig birt hann. Bleikt hafði samband við Þorstein og fékk góðfúslegt leyfi til að deila pistlinum með lesendum. Þú getur lesið hann í heild sinni hér fyrir neðan.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Það er ekkert svo langt síðan að litið var algjörlega framhjá grófu kynferðislegu áreiti á skemmtistöðum. Man eftir samtali við vinkonu sem sagði að svona væri þetta bara á djamminu. „Hvað á stelpa annars að gera? Nenni ekki að vera fúla pían eða vera með vesen.“ Á sama tíma, og jafnvel ennþá, voru 12 ára drengir að slá í rassinn á stelpum á skólagöngunum.

Í pistli í Stundinni sem birtist á miðvikudaginn er þessu lýst vel. Hvernig okkur hefur tekist á einhvern undarlegan hátt að samþykkja ofbeldisfulla hegðun og bendum á hvernig þolandi geti sjálfum sér um kennt. Oftast stelpur. Fyrir að vera of sexý, of flörtí, of fullar, of kærulausar, of trúgjarnar, of heimskar eða of mikið fyrir. Höfum innrætt sjálfsásakanir hjá stelpum og konum. Á meðan við ættum að sjálfsögðu að vera að einblína á þá sem beita ofbeldinu. Strákana. Af því að í langflestum tilvikum eru það strákar og menn sem beita ofbeldi.

Hvernig komum við í veg fyrir að karlmenn beiti konur ofbeldi? Þegar karlmenn virðast kerfisbundið beita konur ofbeldi, þá hlýtur ástæðan að liggja einhversstaðar í samfélagsgerðinni okkar. Mér var bent á áhugaverðar pælingar hér sem mig langar að nota til hliðsjónar til að setja fram hugmyndir sem við, sem erum upplýst og í stöðu til að segja og gera eitthvað, getum notað til að kenna unglingsdrengjum samskipti og hegðun án ofbeldis.

Verum fyrirmyndir sem fordæma og fyrirlíta karlrembu. Unglingsdrengir sækja sér karlmennskuímynd, verum til staðar fyrir strákana og sýnum með gjörðum og orðum að karlremba er aldrei í lagi. Heima hjá okkur, í vinnunni og allstaðar. Útskýrum hvað karlremba er. Hér er eitt dæmi um rembu. Stelpa setur mynd af sér á Instagram, kærastinn skrifar þessa athugasemd:

Af því að kærastan er eitthvað sem hann vann í samkeppni við aðra karlmenn, kærastan er eitthvað sem hann á. Í takti við gildandi karlmennskuímyndina um að karlmenn keppa, taka, eiga, mega. Förum yfir svona dæmi og útskýrum hversvegna þetta er óviðeigandi.

Umberum ekki niðurlægjandi orðræðu. Kelling, hóra, tík og allar kvenlegar samlíkingar í neikvæðu samhengi; t.d. þú hleypur eins og kelling. Segjum eitthvað við þessu. Bara eitthvað. Samþykkjum ekki. Og útskýrum (ef við getum) hvernig þetta tengist undiskipun kvenna, áreiti og því að strákar upplifi sig með fyrirfram gefin völd yfir stelpum, sem síðan verður réttlæting fyrir ofbeldi gegn konum.

Tölum um klám. Við vitum að meirihluti unglingsdrengja horfir á klám (þó ég vilji ekki normvæða það) og þar birtist þeim veruleiki sem oftast niðurlægir konur og gefur drengjum ákaflega skakka mynd af því hvernig kynlíf fer fram. Eru konur í klámmyndum yfir höfuð með sníp? Ha? Hvað er snípur? Já, einmitt. Tölum um snípinn, píkuna og samfarir, ekki hamfarir. Kynlíf er ekki keppni og strákar þurfa ekki að „standa sig vel“ í að „yfirbuga bráðina.“

„Strákar verða alltaf strá…“ NEI! Nei, nei, nei, nei. Stutta skýringin á því að afhverju þetta er fáránleg setning, er sú að hér er gert ráð fyrir að strákar búi yfir eðlislægum eiginleikum ólíkum stelpum. Einnig erum við þar með að segja að þegar „strákar eru bara að strákast“ við að káfa á stelpum, eigi þær að steinhalda kjafti og hlæja með. Við vitum bara betur í dag. Þetta er ekki svona og á ekki að vera svona.

Ofbeldi er aldrei þolanda að kenna. Hún var bara svo rosalega einhvernveginn og ég réð ekki við mig-rökin halda aldrei. Eða: „Æ, vá ég var bara að grínast“. Ef gerð er athugasemd við það að unglingsstrákur slær stelpu, óumbeðinn, á rassinn. Við verðum að kenna strákum, og bara öllum, að við berum alltaf ábyrgð á okkar hegðun og við getum aldrei tekið eignarhald á annarri manneskju. Alveg sama hvað einhver segir eða gerir. Eða klæðist. Ef enginn bað þig um eða gaf þér leyfi til að slá sig í rassinn eða andlitið, þá skaltu ekki gera það.

Með því að taka þessa slagi sem virðast jafnvel tilgangslausir og ómerkilegir, þá erum við mögulega hægt og bítandi að vinna að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Af því við eigum ekki að þurfa Druslugönguna eða að verða vitni að því sjálf þegar kona er lamin af frægum manni til að trúa frásögunni. Konum hefur tekist að vekja mig til meðvitundar og núna finnst mér það á mína ábyrgð að halda áfram að vekja fólk í kringum mig, þá sérstaklega karlmenn. Vekjum hver annan og tökum þessa litlu hversdagslegu slagi, sem allra fyrst.

-Þorsteinn V. Einarsson
Pistillinn birtist fyrst á Facebook og var endurbirtur á KÞBAVD.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flottur sigur í Póllandi tryggði stelpunum ekki fyrsta sætið

Flottur sigur í Póllandi tryggði stelpunum ekki fyrsta sætið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Pólverjar ekki alveg með hlutina á hreinu: Þorvaldur óvænt í sviðsljósinu – Sjáðu skondið myndband

Pólverjar ekki alveg með hlutina á hreinu: Þorvaldur óvænt í sviðsljósinu – Sjáðu skondið myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seinni leiknum hætt fyrr vegna veðurs – Jafntefli niðurstaðan

Seinni leiknum hætt fyrr vegna veðurs – Jafntefli niðurstaðan
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.