Ísafold SPA á Centerhotel Þingholti er einstaklega fallegt SPA og flott innréttað. Þar er að finna rúmgóðan heitan pott með regnfossi, gufubað og þar er einnig líkamsræktaraðstaða og nuddherbergi. Á Ísafold SPA er líka boðið upp úrval af afslappandi nuddmeðferðum sem hægt er að bóka með 24 klukkustunda fyrirvara.
Ísafold SPA er staðett í mikilli nálægð við veitingastaðinn Ísafold Restaurant sem býður upp á þann skemmtilega valmöguleika að blanda saman notalegri stund í Ísafold SPA með góðum drykkjum og léttum smakkbakka sem framreiddir eru í pottinn.
Ísafold SPA er frábær kostur fyrir einstaklinga, pör og hópa og er meðal annars vinsælt fyrir gæsanir og steggjanir. Að fara saman í SPA er virkilega skemmtileg upplyfting fyrir vinahópinn og saumaklúbbinn og tilvalið að borða svo saman á undan eða á eftir. Aðstaðan til að taka á móti hópum en mjög góð með aðgengilegri búningsaðstöðu góðum sturtum. Í boði er úrval SPA pakka fyrir allt að 14 manns þar sem vellíðan og veglega veitingar eru tengdar saman. Sjá nánari upplýsingar um pakkana hér.
Ísafold SPA er staðsett á Centerhotel Þingholti, á Þingholtsstræti 5 í miðborg Reykjavíkur.
CenterHotel Þingholt er hönnunar og boutiqe hótel í hæsta gæðaflokki. Á hótelinu er 52 fallega innréttuð herbergi, veitingastaðurinn Ísafold Restaurant, fundarsalur, SPA og líkamsræktaraðstaða. Þema innanhússhönnunar Þingholts endurspeglast af náttúru Íslands og er þemað sýnilegt allt um hótelið. Hótelið hefur margsinnis verið útnefnt sem boutique hótel ársins af World Travel Awards og kosið besta hótelið í Reykjavík af TripAdvisors Traveler’s Choice Awards. Ekkert herbergjanna á hótelinu er eins en öll hafa þau hárþurrku, sturtu, öryggishólf, flatskjá, mini-bar og frítt internet.
*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Centerhotels