Kelly Clarkson var með frábært svar við nettrölli sem líkamsskammaði hana á Twitter í gær. Söngkonan Kelly Clarkson, sem er fyrsti American Idol sigurvegarinn, kann svo sannarlega að svara fyrir sig og sýndi að henni er alveg sama hvað fólki finnst um þyngd hennar.
Einhver tístaði til hennar: „Þú ert feit“ og svaraði Kelly „og enn þá f**king frábær.“
….and still fucking awesome 😜 https://t.co/LvFgIITaTX
— Kelly Clarkson (@kelly_clarkson) July 5, 2017
I LOVE YOU SO MUCH!!! pic.twitter.com/wfUehom9FE
— Yvette (@atleve) July 5, 2017
She’s sexy as hell! I’m gay and Kelly makes me reconsider.
— Tyson Jones (@tysonjones) July 5, 2017
— elizabeth danos (@danos215) July 5, 2017
YES KELLY QUEEN!!!! You are gorgeous fuck the haters!!!!
— Matty (@mattymonsterz) July 5, 2017
YAAAAS, KELLY, COME THROUGH. YOU ARE BEAUTIFUL AND TALENTED AND WONDROUS. YOU ARE A GODDESS. OMG KWEEN, SLAY 👏🏻❤️
— Donaven Anwell (@nothxgottablast) July 5, 2017
Seriously miserable people tweet others calling them fat. Bet Cliff couldn’t carry a tune to save his life.
— Kevin (@bananas4eva) July 5, 2017
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem söngkonan og tveggja barna móðirin þarf að kljást við ljót ummæli um þyngdina sína. Hún var í spjallþætti Ellen DeGeners árið 2015 og sagði að hún hefur fengið svona gagnrýni í mörg ár.
„Ég elska hvernig fólk heldur að það sé nýtt – ég meina „Velkominn í síðastliðin þrettán ár.“ Já ég var stærsta stelpan í [American Idol], líka. Og ég var ekki stór, en fólk kallaði mig stóra því ég var stærst í Idol, og ég hef alltaf einhvern vegin fengið að heyra það.“
Sagði Kelly Clarkson. Þrátt fyrir neikvæða gagnrýni og ljót ummæli segir Kelly að hún lætur það ekki á sig fá það sem aðrir segja eða hugsa.
„Þú ert bara sú sem þú ert. Við erum þau sem við erum. Sama hvaða stærð og það þarf ekki að þýða að við verðum þannig að eilífu. Það er málið. Stundum erum við í meira formi. Eins og sérstaklega ég. Ég er svo skapandi manneskja að ég er eins og jójó. Þannig stundum er ég í meira formi og fer alveg inn í kickboxing. Og stundum geri ég það ekki, og ég er alveg… mig langar frekar í vín.“