fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Risastór rappveisla í Laugardalshöll næstkomandi föstudag

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 3. júlí 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. júlí næstkomandi mun Hr. Örlygur og útvarpsþátturinn Kronik slá upp sannakallaðri rappveislu í Laugardalshöllinni, þar sem fram koma fremstu rappara landsins ásamt bandaríska rapparanum Young Thug og dúóið Krept and Konan frá Bretlandi. Það er því óhætt að segja að um hvalreka sé að ræða fyrir aðdáendur rapptónlistar á Íslandi og eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara. Miðasala fer fram á Tix.is.

Upphaflega stóð til að Young Thug, Krept and Konan, Emmsjé Gauti, Aron Can og Alvia Islandia myndu troða upp í Höllinni. Það eru engar ýkjur þegar sagt er að íslenska rappsenan sé í miklum blóma og því ákváðu aðstandendur tónleikanna að gefa í og bæta við dagskránna eftirfarandi tónlistarmönnum: Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi, Sturla Atlas, Herra Hnetusmjör, Birnir, Alexander Jarl, B – Ruff, Egill Spegill og Karitas.

Laugardalshöllin verður því undirlögð næstkomandi föstudag og verður haldin eins dags tónlistarveisla, þar sem í boðið verður upp á street food veitingar og pop-up búðir, allt fyrir einungis 9900 krónur.

Útvarpsþátturinn Kronik hóf göngu sína á X-inu 977 fyrir hálfu ári eftir nokkuð hlé og hafa viðtökurnar verið frábærar. Hinn fríði hópur íslenskra listamanna sem fram kemur á þessari hátíð hafa verið gestir í hljóðveri Kronik og hægt er að sjá myndbönd af þessum heimsóknum á YouTube rásinni Kronik Radio.

Bandaríski rapparinn Young Thug er einn sá vinsælasti í heiminum í dag og er nýbúinn að gefa út sína fyrstu plötu, Beautiful Thugger Girls sem kom út þann 16. júní síðastliðinn og er hann á tónleikaferðalagi til að kynna hana. Hann hefur vakið athygli fyrir frumlega raddbeitingu og óhefðbundinn fatastíl og kom meðal annars fram á nýjustu plötu stórstjörnunnar Drake.

Krept and Konan eru rappdúó frá London sem njóta mikilla vinsælda þar í landi. Þeir hafa haft mikil áhrif á rappheiminn þar í landi og komið fram á lögum með ekki ómerkari mönnum og konum en Rick Ross, Jeremih og M.O.

Smelltu hér til að kaupa miða á Kronik Festival

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða
EyjanFastir pennar
Fyrir 17 klukkutímum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
433
Fyrir 20 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.