Það getur verið ansi erfitt að þvo blandara eftir notkun, sérstaklega í ljósi þess að glerkönnurnar sem fylgja þeim mega í mörgum tilfellum ekki fara í uppvottavélina. Matarleifar eiga það til að festast undir hnífnum, á staði sem uppvottaburstinn nær ekki til.
Oft þarf marga lítra af vatni úr krananum til að ná könnunni þokkalega hreinni. Til er einföld leið til að þvo könnuna, leið sem eflaust einhverjir hafa ekki áttað sig. Í myndbandinu hér að neðan má sjá þessa einföldu en árangursríku aðferð.
Þar hafið þið það. Með því að láta smá uppvottalög og heitt vatn í könnuna og skella svo blandaranum í gang má ná góðum árangri á mjög skömmum tíma. Prófaðu þetta næst.
Birtist fyrst á DV.is