Ekkert í þessum heimi er fullkomið, hvað þá í okkar hraðskreiða óreiðukennda nútímasamfélagi. Argentíski teiknarinn Al Margen beinir spjótum sínum að nútímasamfélaginu í hugvekjandi teikningum sem segja stundum meira en þúsund orð. Um háðsdeiluteikningarnar segir hann á Facebook að hann sé reiður út í nútímasamfélagið og beini reiðinni í listina:
„Þetta er ég að teikna hugmyndir sem duttu út af borðinu, ruslið í undirmeðvitundinni. Þar sem ég er ekki að reyna að þóknast neinum þá get ég verið mjög einlægur um það sem mér finnst, enda eiga þetta að vera hugsanir en ekki fegurð.“
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir eftir Margen: