fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024

Frá þolanda til geranda: „Við sváfum ekki saman, þú svafst hjá mér“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 28. júlí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að skrifa þér bréf. Ég get ekki, vil ekki og nenni ekki lengur að burðast um með viðbjóðinn. Nú er komið að þér.

Nú hef ég rekist á þig nokkrum sinnum síðustu vikur og alltaf frýs ég af reiði. Einu sinni fraus ég alltaf úr hræðslu þegar ég sá þig, en ekki lengur. Nú er bara reiði og reyndar smá vottur af þakklæti. Þakklætið er til staðar vegna þess að þegar maður fer í gegnum svona viðbjóð og niðurlægingu í lífinu, þó það taki mikla baráttu, mikinn tíma og þolinmæði auk tugi þúsunda í sálfræðimeðferð – að þá tókst mér að stíga upp úr drullunni sem einn mesti og sjálfsöruggasti bad-ass sem fyrir finnst. Svo alls ekki misskilja mig, þakklætið er ekki í þinn garð. Ég er óendanlega þakklát sjálfri mér fyrir að hafa barist fyrir mér og minni sjálfsmynd. Sterka sjálfsmyndin sem ég hef í dag er ekki þér að þakka, heldur mér.

Ég veit ekki hvort þú áttaðir þig einu sinni á skaðanum sem þú ollir. Þú framkvæmdir ekki bara sálarmorð á mér með því að notfæra þér mig í nánast meðvitundarlausu ástandi (og þá er ég ekki að tala um „meðvitundarlaus/sofandi“ heldur „algerlega út úr kortinu og hefur AUGLJÓSLEGA engin tök á því að taka meðvitaðar ákvarðanir“) – heldur tókstu mig líka af lífi félagslega þegar þú faldir þig á bakvið þá lygasögu að ég væri sóðaógeðispía sem að ældi og pissaði á gólfið hjá þér eftir að við „sváfum saman“. Eða „gerðum það sem fólk gerir þegar það fer heim saman úr bænum“ eins og þú orðaðir það þegar ég spurði þig hvort þú hefðir mögulega skutlað mér heim úr bænum.

Við sváfum ekki saman. Þú svafst hjá mér. Ég man ekki eftir sekúndubroti af þessu. Það sem ég man er að ég fékk mér bjór og skot í byrjun kvölds með vinkonu minni á Glaumbar og þú varst þar. Svo man ég að ég datt niður allan stigann á Glaumbar. Svo man ég að ég lá í aftursætinu á bíl og þú varst að keyra. Allt þar á milli man ég ekki. Furðulegt eftir 2 bjóra og 1 skot.

Ég hef oft velt því fyrir mér líka hvers konar manneskja fer heim með stelpu sem er það rugluð á því að hún pissar á gólfið? Manneskja sem veit ekki hvað það þýðir að sýna hlýhug og virðingu, það finnst mér.

Og djöfull sem þú tókst leiðinlega ákvörðun um að grafa mig aðeins dýpra í vanlíðan og drullu þegar þú ákvaðst að dreifa þessari sögu um skólann, sögu sem faldi sannleikann svo fullkomlega. Sannleikann um það hver er í raun og veru ógeðið í þessari sögu.

Nú bið ég þig um eitt – því að ég á það skilið:

Alltaf þegar þú sérð mig á förnum vegi, þá ætlar þú að gera þitt allra besta til að forðast það að ég sjái þig. Snúðu við og labbaðu í hina áttina. Vegna þess að ég á ekki að þurfa að sjá þig nokkurntíman aftur. Virkilega yrði ég þakklát ef ég þyrfti aldrei að sjá þig aftur, en þetta er Ísland og auðvitað munum við rekast á, en þú gerir þitt besta í að reyna að láta það ekki gerast.

Takk og farðu í rassgat.

Frá þolanda til geranda, skrifað 2016.

#höfumhátt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Goðsögnin sjálf bað um treyju hjá enskum landsliðsmanni – ,,Gat ekki sleppt því“

Goðsögnin sjálf bað um treyju hjá enskum landsliðsmanni – ,,Gat ekki sleppt því“
EyjanFastir pennar
Fyrir 18 klukkutímum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid breytti nafninu án þess að segja stuðningsmönnum

Real Madrid breytti nafninu án þess að segja stuðningsmönnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.