fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024

Þórhildur Rán: „Ég held að þessi maður hafi lítið pælt í því hvaða áhrif þessi játning myndi hafa á mig“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TW: Þetta er viðkvæmt. Ef einhverjum líður eins og það sé hægt að vita of mikið um mig, þá býð ég þeim einstaklingi að lesa ekki áfram. Ég er mjög berskjölduð í þessum pistli, og afþakka allt skítkast. Ég er búin að hugsa um allar mögulegar tilfinningar sem þessi pistill gæti vakið hjá fólki, því ég veit að margir sem eru nánir mér eru að heyra þetta í fyrsta skipti. Fyrirgefðu ef þér leið eins og ég hefði átt að segja þér þetta í persónu. Vandamálið er að ég á mun auðveldara með að tjá mig á netinu, heldur en einhverntíman í persónu, eins sorglegt og það er. Þetta er líka ekki gert fyrir þig. Þetta er gert fyrir mig. En ég vil biðjast fyrirgefningar ef þú verður sár, reiður eða hvaða tilfinningu sem þessi pistill gæti vakið hjá þér. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig. Þetta er hrikalega erfitt fyrir mig. Ef þetta vekur upp hneykslun, reiði eða .. gleði (?), þá bið ég ykkur um að nota bakrásina ykkar til baktals, en ekki pistilinn minn. Takk fyrir. #konurtala #druslugangan

Þórhildur Rán Torfadóttir, höfundur greinar.

Fyrir þónokkrum árum las ég pistil eftir mann sem var að biðjast fyrirgefningar á því að hafa nauðgað stelpu. Pósturinn var nafnlaus, og ég veit ekki hvort að þessi stelpa sem hann var að ávarpa hafi vitað að hann væri að ávarpa sig. Þessi pistill hins vakti upp allskonar viðbrögð hjá fólki. Margir dáðust að manninum fyrir að biðjast afsökunar og taka ábyrgð á því sem hann gerði. Ég gerði það. Húrra fyrir þeim sem taka ábyrgð. Húrra!

Ég pældi afskaplega lítið í því hvaða áhrif þessi játning hefði á stelpuna sem hann var að ávarpa. Ég pældi aðallega í hetjulegri játning stráksins. Og aldrei.. Aldrei… Datt mér í hug að þetta myndi koma fyrir mig.

Aldrei dettur manni í hug að hlutirnir muni koma fyrir mann sjálfan. Manni finnst maður svo verndaður, ekki bara líkamlega, heldur einnig tilfinningalega.

Þetta var í snemmsumar og ég datt í nokkra (þegar ég segji nokkra, þá meina ég 10 of mikið) bjóra með góðum vinum. Á fimmtudegi. Ekki að það skipti máli, en fjörið var brjálað. Við skemmtum okkur konunglega. Mikið afskaplega er ég fegin að síminn minn dó, og ég sá ekki skilaboðin fyrr en daginn eftir í þynnkunni. Guð má vita hvernig ég hefði brugðist við hefði ég verið drukkin þegar ég sá skilaboðin.

Nú hef ég rætt þetta við nokkra. Reyndar ekki af neinni alvöru. Það halda eflaust flestir að ég hafi hrist þetta af mér, og tekið við þessu vandamáli eins og ég geri við flest vandamál: Með bros á vör. En vandamálið er að þetta hefur legið gríðarlega þungt á mér. Og þó að þetta atvik sem strákurinn var að játað hafi skeð fyrir 8 árum … Þá var þetta bara að koma fyrir mig. Því ég var búin að grafa þetta niður. Ég mundi ekkert eftir þessu. Þannig að ég hef .. í raun … ekkert rætt þetta. Fólk á líka gífurlega erfitt með að ræða svona hluti. Hvað er hægt að segja?

Skilaboðin voru frá manni sem ég hef þekkt afar lengi, þó svo að samskiptin séu ekki mikil. Eiginlega bara engin. En þegar maður kemur frá litlu bæjarfélagi, þá þekkjast allir. Þessi maður baðst afsökunar á því að hafa nauðgað mér fyrir 8 árum sirka. Fyrst þegar ég sá þetta, vissi ég ekkert hvað maðurinn var að tala um. Ég var aðallega bara hissa. Pínu sjokkeruð. Svo fór hann útí það að útskýra fyrir mér atvikið, og þá helltist minningin yfir mig og það versta var að muna eftir því þegar ég labbaði heim, hágrátandi og mér leið eins og .. heimurinn væri að hrynja. Eins og ég væri ónýt og ógeðsleg. Og þessar tilfinningar hafa verið að hellast yfir mig í allt sumar.

Ég held að þessi maður hafi lítið pælt í því hvaða áhrif þessi játning myndi hafa á mig. Því eins og hann sagði, þá var þetta búið að liggja þungt á honum í mörg ár.

Þetta liggur núna þungt á mér. Ég gæti byrjað að tala um gömul sár, sem tengjast þessu einhvernveginn – en þau hafa fengið að gróa í friði – en núna er komið nýtt, galopið, og ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að fara að. Eins mikið og ég dáist að því þegar fólk tekur ábyrgð á gjörðum sínum, þá held ég að það sé lítið pælt í því hvernig manneskjan sem tekur við skilaboðunum mun bregðast við. Hjá mér komu fram tilfinningar sem mér datt aldrei í hug að væru til staðar, og þetta sumar er búið að vera afar erfitt vegna þessa. Flestir sem ég hef rætt þetta við hafa sagt: „Vá. Þetta hefur legið þungt á honum.“.

Já. Þetta lá þungt á honum. Núna liggur þetta þungt á mér. Ég vil vekja athygli á því að stundum… er ignorance a bliss.

Ég veit í alvörunni ekki hvernig er best að fara að því að taka ábyrgð. Ég er ekki að hvetja til þess að fólk taki ekki ábyrgð á því sem það gerir, auðvitað á það að gera það. En ég veit að þessi maður t.d. baðst ekki afsökunar á því hvaða afleiðingar þetta gæti haft á mig. Hann hennti eiginlega bara byrðinni yfir á mig. Kannski meira að segja hafði þetta meiri afleiðingar en einhver mögulega gat búist við að þetta gæti haft. En í tilefni komandi viku og verslunarmannahelgi langar mig að vekja á þessu. Verið á verði, verið líka á verði á gjörðum ykkar. Þið eigið ekki rétt á neinu, þið eigið ekki rétt á því að sofa hjá einhverjum nema að fá „Já.“. Og ef manneskjan hættir við að vilja þetta .. Þá á hún rétt að því að stoppa þetta. Bara plís. Verið á verði. Allir.

Nú gætu einhverjir verið reiðir og sárir, hneykslaðir og sagt að ég sé með athyglissýki. Það er lítið sem ég get gert í því. Mig langaði bara að vekja athygli á þessu, að allt sem þið gerið hefur afleiðingar. Þið gætuð líka verið reið eða sár yfir því að ég hef ekki sagt neitt. Þið gætuð líka verið hneyksluð yfir því hversu mikil áhrif þessi játning er að hafa á mig fyrst að það eru 8 ár síðan þetta gerðist. En ég var bara að frétta af þessu. Sárið var bara að opnast. Vandamálið er bara að jafnvel þó það sé auðveldara fyrir mig að tjá mig á internetinu, þá var þessi pistill líka gífurlega erfiður. Og mér finnst afskaplega leiðinlegt ef þetta vakti upp einhver særindi hjá einhverjum. En þetta tiltekna atvik kom fyrir mig. Ekki ykkur.

-Þórhildur Rán Torfadóttir
Pistillinn birtist fyrst á Facebook og er endurbirtur hér með leyfi höfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust
EyjanFastir pennar
Fyrir 18 klukkutímum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vopnaður maður hleypti af skoti í kjölfar slagsmála: Atvikið náðist á mynd – ,,Höfum aldrei séð hann“

Vopnaður maður hleypti af skoti í kjölfar slagsmála: Atvikið náðist á mynd – ,,Höfum aldrei séð hann“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.