fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024

Þögn rænir réttinum til að skilgreina ofbeldið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

**TW**

Hér erum við mætt aftur. Druslugangan í fullum blóma og þagnarmúrar tættir í sundur. Mér liggur svolítið þungt á brjósti, eitthvað sem ég hef viljað ávarpa í dálítinn tíma. Vitið þið af hverju ég deili reynslu minni af ofbeldi svo auðveldlega? Af hverju ég gengst óhikað við fortíðinni?

Ég hugsa til yfirgefinnar stelpu á fimmtánda ári sem var á leiðinni heim um miðjan dag þegar frændi hennar og bekkjarbróðir reyndi, með ofbeldisfullum hætti, að nauðga henni.

Ég hugsa til hennar og hvernig hún barðist, reyndi að öskra og sparka þar til líkaminn brást og svartnætti hylmdi yfir með eina, staka setningu glymjandi í huga hennar: Helvítis tíkin þín, þú getur varla lifað með þér nú þegar. Hvernig ætlarðu að lifa af ef þú leyfir þessu að gerast.

Þessi fjórtán ára stelpa braut sig lausa. Ég man ekki hvernig og það skiptir í raun ekki máli. Ég fyllist stolti yfir þessari stelpu því þegar hlegið var að henni og hún spurð: Af hverju tókstu ekki peningunum sem hann bauð þér? þá æpti hún á móti.

En þögnin drap hana næstum því. Þögnin rændi hana réttinum til að skilgrein ofbeldið og alvarleika málsins. Þögn og þöggun rændu hana huga sem var svo ótrúlega skýr og tær og fjarlægðu alla ró úr hjartanu. Þögnin leiddi hana á myrka staði.

Saga sem slík er mun algengari en margur maður gerir sér grein fyrir – af því, þögnin – þið vitið.

Það var fyrst þegar þessi unglingsstelpa heyrði af því að önnur manneskja lenti í hinu sama. Eitthvað óx í brjósti mér þá; von. Unglingsstúlkan ég var ekki ein.

Nokkrum árum síðar heyrði ég að mín saga varð til þess að ung stúlka rauf þagnarmúrinn. Í stað þess að drekkja henni fékk sársaukinn að flæða út.

Ég veit að það getur verið sárt að hlusta á okkur, hvað þá án þess að skapa tilfinningaklám eða æsifréttamennsku úr upplifunum okkar. Ég veit að það getur verið erfitt að leggja hlustir þegar manneskja lýsir ítrekuðum ofbeldisbrotum. Ég veit að margir skýla sér á bakvið þögnina og vilja ekki hlusta af því að í þögninni þarf fólk ekki að hugsa; þetta getur komið fyrir þig líka, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við þurfum samt á því að halda að samfélagið hlusti af einlægni.

Við verðum að halda áfram að rjúfa þögnina því kostnaðurinn á bakvið sjálfshverfan þægindaramma er gífurlegur. Við erum ekki eingöngu að tala um lífsgæði, heldur þá dýrmætu ljóstýru sem lífsviljinn er.

Í hvert það skipti sem ég var beitt kynferðisofbeldi fylgdi þögn. Þögn, af því ég gat ekki horfst í augu við að þetta gerðist – aftur. Þögn, af því nærumhverfi mitt vildi oft ekki vita af þessu. Þögn, af því samfélagið sendi mér svo kolröng skilaboð. Þögnin leiddi mig oft á myrkar slóðir og þegar ég lít til baka sé ég fjarska skýrt hversu hætt ég var komin. Fólkið mitt sá það líka og allir stóðu svo til ráðalausir gagnvart mér. En ég þurfti ekki að láta bjarga mér, enda hef ég ítrekað sannað að ég er fullfær um það sjálf. Hlustun. Ég þurfti einfaldlega að fólk hlustaði og virti rödd mína.

Í dag er þessi saga ofbeldis fjarræn minning. Hlutir sem ásóttu mig áður tilheyra móðu fortíðar. Það var kostnaðarsamt, hvort um sig hvað varðar tíma, orku og peninga, og ég er heppin að ég hafði efni á afar sértækri og áhrifaríkri meðferð sem dróg aftur í ljósið stúlkuna sem var til fyrir ofbeldið.

Hún er fullorðin núna.

Ég er þrjátíuogþriggja í dag og það er ekki sjálfgefið.

Ég lifið af vegna sögu af annarri manneskju sem átti sömu reynslu að baki og ég. Ung kona, einhverstaðar út í þessum stóra heimi, lifði af því mín saga rataði til hennar. Í hvert skipti sem ég hef valið að tjá mig hef ég fengið svörun; þetta kom fyrir mig líka.

Ofbeldið sem ég var beitt verður alltaf hluti af fortíð minni. Það breytist aldrei jafnvel þó heimurinn sem blasir við mér er allt annar en sá sem ég þekkti forðum.

Sárin eru að mestu gróin. Stundum, suma daga, í ákveðnum aðstæðum, þá á ég enn erfitt með traust – nötra pínu og skelf á sálinni en læt það ekki stoppa mig.

Ég óska þess stundum að ég hefði hitt mitt fullorðna sjálf á unglings árunum eða síðar þegar mér var nauðgað. Ég hefði getað fullvissað þessar ungu konur að bati sé mögulegur, að ofbeldið hafi verið rangt, að viðbrögð mín voru eðlileg en aðstæðurnar óæskilegar. Einhvern sem hefði geta sagt mér að já, sársaukinn verður ólýsanlegur um tíma. Það munu koma stundir þar sem þú ert sannfærð um að þú getir þetta ekki lengur en þú munt samt halda áfram. Þú munt finna leið út úr svartnættinu og ég skal leiða þig áfram eins og ég get.

Þú ert ekki ein. Þú munt kynnast fólki sem mun sjá þig, en ekki eingöngu ofbeldið sem þú varst beitt. Með tíð og tíma munt þú öðlast magnaðan styrk og hugrekki sem mun fleyta þér áfram í gegnum önnur áföll og hversdagsleg vonbrigði.

Það kemur sá dagur að þú munt ranka við þér og finna að í dag ertu ekki bara að reyna að lifa af; þú ert sannarlega að lifa lífinu.

Ég get ekki farið aftur í tíma. Fortíðin verður ekki tekin til baka. En ég get tjáð mig núna, á samfélagsmiðli þar sem aðrir heyra og vita af mér.

Þið eruð ekki ein.

Ég stend með ykkur og ég hef hátt.

-Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir, höfundur greinar
Pistillinn birtist fyrst á Facebook og fékk Bleikt leyfi til að birta hann hér með lesendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United vill bakvörð PSG – Sagður vilja komast burt sem fyrst

United vill bakvörð PSG – Sagður vilja komast burt sem fyrst
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Segir flugeldasölu til almennings ekkert annað en ofbeldi

Segir flugeldasölu til almennings ekkert annað en ofbeldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City að missa annan efnilegan leikmann?

Manchester City að missa annan efnilegan leikmann?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.