fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Kona deilir átakanlegum myndum til að vara við hræðilegum áhrifum heróíns

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melissa Lee Matos hefur verið í bata frá eiturlyfjafíkn síðastliðið eitt og hálft ár. Hún ákvað að deila myndum af sér þegar hún var sem langt leiddust af fíkninni til að hjálpa öðrum í sömu sporum.

Mynd t.v.: Melissa fyrir einu og hálfu ári. Mynd t.h.: Melissa í dag.

„Of margir eru að deyja. Ég á vini sem þurfa að sjá þetta,“ skrifar hún í færslu á Facebook. Það hafa yfir 54 þúsund manns deilt færslunni. Melissa útskýrir hvernig í mörg ár hana langaði að deyja. Hún eyddi mörgum dögum og nóttum í sjálfgerðu dái eftir að hafa neytt of mikið af fíkniefnum.

„Svona leit ég út daglega í mörg ár. Þetta er það sem eiginmaðurinn minn var að kljást við. Þetta er það sem litlu stelpurnar mínar komu að. Þetta er það sem fjölskyldan mín og vinir sáu þegar ég fór út úr húsi, sem var mjög sjaldan. Ég var VEIK. Ég var að DEYJA. Ég var svo langt leidd að ég hélt að ég gæti aldrei farið til baka. Ég var svo týnd að ég gat ekki ímyndað mér líf án þess að nota. Ég vildi bara deyja. Ég áttaði mig ekki á því að ég var varla lifandi,“

skrifar Melissa.

Hún vinnur nú hjá góðgerðastofnun við að hjálpa heróínfíklum ná bata. Svona hljóðar lýsing hennar á sér sjálfri þegar hún var að sprauta sig:

„Sprautufíkill með svo grimman ávana að hún eyddi dögum og nóttum í sjálfgerðu dái á baðherbergisgólfinu. Stelpa sem eyddi hverri krónu í fíkniefni og gleymdi að hún ætti börn sem hún þurfti að hugsa um og gefa að borða. Stelpa sem missti allt sem hún einhvern tíman átti. Stelpa sem var svo veik að hún hélt að hún gæti aldrei fundið leið út, þangað til hún gerði það.“

Hægt er að lesa færsluna hennar í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.