Barnalæknirinn Robert C. Hamilton hefur meðhöndlað þúsundir barna á 30 ára ferli sínum í læknavísindunum og kann sitthvað þegar kemur að því að hugga þau. Hamilton, sem er læknir í Santa Monica í Kaliforníu, segir að þessi aðferð hans virki í hvert einasta skipti.
Málið snýst um að halda á barninu á réttan hátt. Hann deilir aðferðinni á YouTube-síðu sinni en myndband af henni má sjá hér að neðan. Það sem hann gerir er að hann ýtir hægri handlegg barnsins upp að brjóstkassa þess og leggur svo vinstri handlegg barnsins ofan á. Hann heldur svo utan um handleggina með vinstri handlegg á meðan hægri handleggur hans er undir rassi barnsins. Svo ruggar hann því rólega.
„Þú þarft að gæta þess að gera allt mjög varlega,“ segir Robert. Hann bætir við að þessi aðferð virki best fyrir börn sem eru undir þriggja mánaða gömul.
Birtist fyrst á DV.is