fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024

Hrönn úr Biggest Loser: Metnaðurinn, ævintýraþráin og kvíðinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 2. júlí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta getur verið frekar erfið blanda stundum.. Þegar „kvíða-ég“ þráir öryggi og að vita alltaf upp á hár hvað er fram undan á meðan „ævintýra-ég“ verður mjög fljótt þreytt á tilbreytingarsnauðum hversdagsleikanum og „metnaðar-ég“ þráir að komast lengra.

Hrönn Harðardóttir, höfundur greinar.

Svona hefur þetta verið frá því að ég var unglingur og ég hef alltaf verið að leita að réttu leiðinni. Ég prófaði að búa erlendis, kom heim og fór að vinna, ég fór í nám og eftir það fór ég aftur að vinna, mjög skemmtilega vinnu en það vantaði samt alltaf eitthvað. Þá kom að því að ég fékk ofnæmi fyrir vinnustaðnum, já í alvöru! Ég fékk í alvöru líkamleg ofnæmisviðbrögð eingöngu þegar ég var í vinnunni! Talandi um að ýta manni í aðra átt! En nei þetta var ömurlegt, ég var mjög ánægð í þessari vinnu en á endanum var það þannig að ég entist í mesta lagi í 3 klst á skrifstofunni og þá var ég komin með bólgnar varir, útbrot og augun svo bólgin að ég var hætt að geta fókusað á tölvuskjáinn. Eftir margar læknaheimsóknir og ofnæmispróf voru fyrirmælin frá lækninum skýr, ég varð að gjöra svo vel að yfirgefa vinnustaðinn sem allra fyrst.

Ég var miður mín! En sá fljótt að kannski væri þetta tækifærið, mig var búið að langa að flytja til útlanda mjög lengi og af hverju ekki núna? Lífið hefur reglulega kastað í mig dóti sem minnir mig á að lifa lífinu núna því maður veit aldrei hversu langan tíma maður fær en samt hafði ég aldrei kjarkinn til að láta vaða. Nú lét ég vaða. Ég sagði upp leigunni, seldi bílinn minn og nokkurn veginn allt sem ég átti, pantaði flug og flutti út með aleiguna, sem nú rúmaðist í tveimur ferðatöskum.

Ég er búin að búa í Brighton núna í 5 mánuði og er loksins að byrja að vinna! Eftir óteljandi atvinnuumsóknir, fullt af nei-um, nokkur kvíðaköst og efasemdir um sjálfa mig er ég komin með vinnu! En þrátt fyrir að það hafi tekið þennan tíma að fá vinnu og tilheyrandi fjárhagsvandræði sem fylgdu því þá datt mér ekki í hug að gefast upp og fara heim, ég efaðist aldrei um að ég væri á réttum stað. Það er ótrúlega góð tilfinning og algjörlega ný fyrir mér, mér líður bara eitthvað svo miklu betur andlega og líkamlega en ég get ekki alveg útskýrt af hverju, það er bara einhver tilfinning um það að ég sé akkúrat þar sem ég á að vera og ég er stolt af sjálfri mér fyrir að hafa staðið með sjálfri mér og sé að fara í nákvæmlega þá átt sem ég vil fara!

Málið er að ég ætla mér að ná langt, bæði í starfi og einkalífi, ég ætla ekki að reyna að ná langt heldur ætla ég að gera það því ég veit ég get það. Það að ná langt þýðir ólíka hluti fyrir fólk, það þýðir ekki endilega að vera ríkur forstjóri á flottum bíl, heldur þýðir það að láta sína persónulegu drauma rætast og ég trúi því að allir geti gert það. Það er drulluerfitt og það kostar mikla vinnu, blóð, svita og tár en það þýðir ekki að það sé ekki hægt. Það er fullt af fólki sem er að lifa draumalífinu sínu og af hverju geta það þá ekki allir? Oprah og Steve Jobs voru ekki bara heppin og fengu allt upp í hendurnar, Vilborg Arna var ekkert heppin að komast upp á Everest og Crossfit stjörnurnar okkar sofnuðu ekkert með súkkulaðislef útá kinn og vöknuðu með six-pack, nei þau unnu fáránlega mikið til að ná á þennan stað og þau gáfust aldrei upp!

Og það er nákvæmlega þannig sem ég ætla að komast á draumastaðinn minn í lífinu og hvet ykkur til að gera það líka, trúa að þið getið það, vinna, vinna, vinna og gefast aldrei upp!

Hrönn Harðardóttir er höfundur greinar.
Pistillinn birtist fyrst á Facebook síðu hennar: Hvatning til betra lífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United vill bakvörð PSG – Sagður vilja komast burt sem fyrst

United vill bakvörð PSG – Sagður vilja komast burt sem fyrst
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Goðsögnin sjálf bað um treyju hjá enskum landsliðsmanni – ,,Gat ekki sleppt því“

Goðsögnin sjálf bað um treyju hjá enskum landsliðsmanni – ,,Gat ekki sleppt því“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Patrik Snær fer yfir frægðina – „Ég er gagnrýnni á sjálfan mig í dag“

Patrik Snær fer yfir frægðina – „Ég er gagnrýnni á sjálfan mig í dag“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók inn ólögleg efni og var dæmdur í langt bann: Sýndi líkamann í nýjustu færslunni – Sjáðu myndina

Tók inn ólögleg efni og var dæmdur í langt bann: Sýndi líkamann í nýjustu færslunni – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir íslenskan almenning ekki ætla að borga brúsann – „Þangað til ætlum við ekkert að sturta þessu samfélagi niður“

Segir íslenskan almenning ekki ætla að borga brúsann – „Þangað til ætlum við ekkert að sturta þessu samfélagi niður“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid breytti nafninu án þess að segja stuðningsmönnum

Real Madrid breytti nafninu án þess að segja stuðningsmönnum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir leikmanns Liverpool fluttur á sjúkrahús

Faðir leikmanns Liverpool fluttur á sjúkrahús
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.