fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Ragnar gefur út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband – Lærði að teikna upp á eigin spýtur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. júlí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Jónsson var að gefa út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband og er óhætt að segja að þetta sé ekki hefðbundið tónlistarmyndband eins og þau sem við erum vön að sjá. Ragnar teiknaði myndbandið en lagið fjallar um að maður eigi að elta draumana sína og ekki gera það sem maður elskar ekki. Ragnar er ótrúlega hæfileikaríkur ungur maður og lærði að teikna upp á eigin spýtur með því að horfa á myndbönd á netinu.

Ragnar Þór Jónsson/RJ Skógar

Bæði myndbandið og lagið eru tryllt. Þetta kemur manni í þvílíkt stuð og gott skap. Maður getur eiginlega ekki gert annað en að fyllast af innblæstri og jákvæðni við að hlusta á lagið. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Bleikt hefur áður fjallað um Ragnar í lok árs 2015 en þá hafði hann vakið mikla athygli á Snapchat. Blaðamaður hafði samband við Ragnar til að ræða um nýja lagið og myndbandið.

Sjá einnig: Ragnar Þór gerir listaverk í símanum sínum: „Þetta virðist gleðja marga“

Ragnar var að teikna rosalega mikið á Snapchat fyrir 1-2 árum síðan. Þá var hann með um tólf þúsund áhorf á dag. Hann ákvað að taka sér smá pásu frá Snapchat til að einbeita sér að myndbandinu og laginu. Núna gengur hann undir listamannsnafninu RJ Skógar

„Ég varð eiginlega þannig að teikna tónlistarmyndband fyrir fyrsta lagið mitt, fyrir Snapchat aðdáendurna,“

segir Ragnar í samtali við Bleikt.

„Myndbandið var teiknað á forritið TvPaint. Ég er ekki menntaður teiknari eða tónlistarmaður eða neitt þannig. Ég horfði bara á endalaust af myndböndum á YouTube um TvPaint og Ableton fyrir tónlistina.“

Ragnar sótti um LHÍ síðasta haust en komst ekki inn. „Ég er samt eiginlega frekar ánægður með það þar sem ég er ekki beint þessi níu til fimm týpa. Með því að kenna sjálfum sér að teikna og búa til tónlist þá getur maður náð alveg jafn langt. Það er hægt að læra allt á netinu þessa dagana. Það þarf ekki endilega að vera heimsendir þó maður komist ekki inn í einhvern flottan skóla eins og LHÍ.“

Hvernig byrjaði þetta allt saman?

„Byrjaði þannig að ég kynntist æðislegri stelpu og svo gekk það ekki upp. Eftir að við hættum að hittast langaði mér rosa að láta hana brosa þar sem við vorum enn þá vinir á Snapchat. Þannig ég kenndi sjálfum mér að teikna svo við hefðum eitthvað til að tala um. Eftir það byrjaði fullt af fólki að adda mér á prívat snappið mitt þannig ég stofnaði opinn aðgang í kjölfarið (@spekoppar).  Svo fannst mér ég hafa náð öllum mínum markmiðum á Snapchat og rúmlega það jafnvel. Þannig ég tók smá pásu og gerði þetta myndband og lag við. Lagið fjallar um í stuttu máli að maður eigi bara að elta draumana og ekki vera að gera það sem maður elskar ekki. Held að maður gæti náð miklu lengra í allri listsköpun ef maður gefur því 100 prósent.“

Facebook: RJ Skógar
Vefsíða: rj-skogar.com
YouTube: RJ Skógar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sagði Vilhjálmur prins þetta virkilega meðan heimsbyggðin horfði? – Varalesari fenginn í málið

Sagði Vilhjálmur prins þetta virkilega meðan heimsbyggðin horfði? – Varalesari fenginn í málið
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.