fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024

Camilla Rut gisti á Centerhotel Þingholt í kringum brúðkaupið: „Mér leið eins og drottningu“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 11. júlí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið virkilega rómantískt að gista á hóteli nóttina eftir brúðkaupið sitt. Brúðkaupsdagurinn er einstakur og því tilvalið að hafa nóttina líka einstaka. Þegar horft er á heildarkostnaðinn við brúðkaup væri gisting á hóteli aðeins lítill hluti af því og algjörlega þess virði.

Það er mjög vinsælt hjá brúðhjónum hér á landi að gista á CenterHotel Þingholt því hótelið býður upp á svo miklu meira en bara gistingu. Brúðhjónin geta gist í einu af gullfallegu herbergjunum á hótelinu og borðað svo saman dásamlegan morgunverð næsta dag, á herberginu eða á veitingastað hótelsins. Eftir það er svo hægt að skella sér í slökun og jafnvel dekur í Ísafold Spa sem er á neðstu hæð hótelsins.

Flott gisting, góður matur og yndisleg slökun er fullkomin endir á brúðkaupinu, enda eru brúðhjónin oft þreytt eftir undirbúninginn og svo auðvitað sjálfan stóra daginn. Svo er sífellt að verða algengara að brúðir ákveða að gista líka á herberginu nóttina fyrir brúðkaupið. Þá fær hún góðan nætursvefn í friði og eyðir svo morgninum á herberginu og gerir sig til fyrir athöfina í rólegu umhverfi.

Oft velja brúðirnar að fá einhvern til sín um morguninn eins og móðir, tengdamóðir, systir eða vinkonu enda er ennþá skemmtilegra að farða sig, greiða og klæða í góðum félagsskap. Sumar fá jafnvel hárgreiðslukonu eða förðunarfræðing á staðinn til þess að sjá um að gera brúðina eða allan hópinn tilbúinn.

Hefði eflaust sinnt heimilisstörfum á brúðkaupsdaginn

Camilla Rut snappari valdi að gista tvær nætur á Centerhotel Þingholti í kringum sitt brúðkaup. Í samtali við Bleikt sagði hún að þau hafi valið þetta hótel þar sem herbergin væru svo stílhrein og falleg. „Þar sem við vorum ekki að fara í brúðkaupsferð strax þá vildi ég vera á hóteli til að eiga smá extra foreldrafrí til að njóta eftir brúðkaupið.“

Camilla Rut segist klárlega mæla með því við aðrar brúðir að gista líka á hóteli nóttina fyrir stóra daginn. „Hefði ég ekki gist á hótelinu nóttina fyrir brúðkaup hefði ég eflaust farið bara í að þvo þvott eða klára heimilisstörf,“ segir Camilla og hlær.

„Mér þótti það ótrúlega notalegt að eftir langann dag í að skreyta salinn og klára öll litlu smáatriðin fyrir brúðkaupið að geta farið uppá hótel, alein, sofið eins og steinn þvert yfir rúmið og láta stjana við mig þar.“

Camilla í hótelherberginu sínu – Mynd/Úr einkasafni

Leið eins og drottningu

Hárgreiðslukonan mín og förðunarfræðingurinn komu uppá hótel til mín á brúðkaupsdaginn sjálfann sem og mínar nánustu vinkonur, mamma og tengdamamma líka, við gerðum okkur til saman og fórum svo í kirkjuna,“ segir Camilla Rut.
Móðir Camillu Rutar hjálpar henni í kjólinn – Mynd/Úr einkasafni

Camilla Rut segir að það hafi verið ótrúlega rómantískt og notalegt að slappa af á hótelinu eftir brúðkaupið og panta þjónustu upp á herbergi. „Að vera á hóteli fyrir og eftir brúðkaup er það besta sem ég hef gert – Mér leið eins og drottningu allan tímann! Svo það var nákvæmlega eins og ég vildi hafa það.“

*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Centerhotels

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mun United borga 75 milljónir fyrir arftaka Rashford?

Mun United borga 75 milljónir fyrir arftaka Rashford?
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Hjálpaði unnustunni við heimilisþrifin í fyrsta sinn – Endaði með skelfingu

Hjálpaði unnustunni við heimilisþrifin í fyrsta sinn – Endaði með skelfingu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Króli og Birta trúlofuð

Króli og Birta trúlofuð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einn sá umdeildasti segist fá ósanngjarna meðferð – Vill laga orðsporið

Einn sá umdeildasti segist fá ósanngjarna meðferð – Vill laga orðsporið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.