MMR gerði könnun á algengi Netflix áskriftar meðal Íslendinga. Könnunin var framkvæmd dagana 11. til 16. maí 2017 og var heildarfjöldi svarenda 943 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Tæp 59 prósent Íslendinga búa á heimilum sem hafa áskrift af Netflix. Þetta er aukning um 25,6 prósentustig frá því að síðasta könnun var framkvæmd, í janúar 2016.
Eftir því sem Íslendingar eru eldri því færri eru með áskrift að Netflix. Af þátttakendum 68 ára og eldri sögðu 26 prósent að áskrift af Netflix væri á heimilinu, samanborið við 77 prósent þátttakenda á aldrinum 18-29 ára.
Það mætti segja að námsmenn elska Netflix en 80 prósent námsmanna sögðust vera með áskrift.
Ert þú með áskrift af Netflix?