fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

„Nú segjum við stopp“ – Gagnrýna umfjöllun Morgunblaðsins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. júní 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök um líkamsvirðingu sendu frá sér fréttatilkynningu fyrr í dag vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um offitu og offituaðgerðir. Á Facebook síðu samtakanna kemur fram að Samtök um líkamsvirðingu hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:


Tara Margrét formaður Samtaka um líkamsvirðingu – Mynd/Sigtryggur Ari

Samtök um líkamsvirðingu vilja koma á framfæri gagnrýni á viðamikla umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is um offitu og offituaðgerðir sunnudaginn 4. júní 2017. Umfjöllunin fer fram undir hatti heilsu en minnir raunar frekar á auglýsingu fyrir offituaðgerðir. Hingað til hefur ábyrgð offitu og þyngdartaps verið sett á viljastyrk og aumingjaskap einstaklinga en hér er að mörgu leyti vísað réttilega í það sem við vitum um af hverju við getum ekki léttst. Um er að ræða lífeðlisfræðilegt ferli þar sem líkaminn varnar einstaklingnum að léttast með ýmsum mótvægisaðgerðum og er það afleiðing þróunar mannsins.

Eftir því sem meiri áhersla er lögð á markaðssetningu offituaðgerða sem lausn fyrir feitt fólk fer að bera meira á að við heyrum af þessari löngu þekktu staðreynd. “Offitusérfræðingar” hafa hingað til ekki veitt henni hljómgrunn fyrr en það hentaði hagsmunum þeirra. Um er að ræða næsta stig markaðssetningar sem er tilkomin af aukinni sjúkdómavæðingu offitu þar sem gróðasjónarmið ráða meiru en önnur. Þessi sjúkdómavæðing, en í umfjöllun Morgunblaðsins er ítrekað vísað til offitu sem sjúkdóms, er byggð á veikum grunni.1 Rök hafa verið færð fyrir því að þessi sjúkdómavæðing sé unnin út frá hagsmunaöflum.2 Það er ekki nýtt stef í baráttunni gegn offitu. Fitufælni og hræðsluáróður um heilsufarslegar hættur offitu hafa leitt til þess að þyngdartapsbransinn veltir árlega 60 billjónum Bandaríkjadala í Bandaríkjunum einum. Þegar um svo mikla fjármuni er að ræða þarf engan að undra að ákvarðanir séu oft teknar í ljósi hagsmuna frekar en vísinda.3 Það er áhugavert að Ásdís Halla Bragadóttir, sem situr í stjórn einkareknu læknastofunnar Klíníkurinnar (Klíníkin býður upp á fjölda offituaðgerða), situr einnig í stjórn Árvaks hf., útgáfufélags Morgunblaðsins.4, 5

Í umfjöllun Morgunblaðsins koma ýmsar margtuggnar staðhæfingar fram, eins og að offita sé eitt stærsta heilsufarsvandamál Vesturlandanna og að staðan fari sífellt versnandi. Fyrri fullyrðingin er reist á umdeildum vísindalegum grunni, þar sem ekki hefur verið tekið tillit til hinna fjölmörgu þátta sem einnig hafa áhrif á samband heilsu og þyngdar6, 7, og hin seinni á einfaldlega ekki við rök að styðjast hér á landi. Íslendingar hafa ekki þyngst að neinu marki undanfarin ár.8

Það sem við teljum þó öllu alvarlegra er að ákveðnum dýrðarljóma er slegið um offituaðgerðir þar sem lítið sem ekkert er fjallað um hætturnar og fylgikvillana við þær. Í umfjölluninni er hvergi vísað til þess að fjórðungur þeirra sem fara í magahjáveituaðgerð upplifa fylgikvilla sem stundum kröfðust nýrrar aðgerðar, s.s. sár í magastúf, óútskýrða kviðverki og alvarleg næringarvandamál. 56.8% fundu fyrir óþægindum á borð við niðurgang, kviðverki, þreytu, erfiðleika við að borða og hæðgatregðu.9 Þetta eru atriði sem hafa veruleg áhrif á lífsgæði sjúklinga.10,11 Við heyrum hinsvegar sjaldnast sögur þeirra sem hafa orðið verst úti. Og það sem meira er: 37.6% úrtaksins hafði enga fylgisjúkdóma tenga offitu fyrir aðgerð!9

Sjúkdómsvæðing offitu gerir ekkert til að minnka þá fordóma og kerfisbundnu mismunun sem feitt fólk verður fyrir af höndum einstaklinga, fjölmiðla og samfélagsins á hverjum einasta degi. Að gera heilbrigt fólk að sjúklingum eingöngu vegna tölunnar á vigtinni, að dæma allt feitt fólk stjórnlaust þegar kemur að mat, er einfaldlega læknisfræðileg leið til að halda á lofti þeim staðalmyndum sem fylgja jafnan feitu fólki; að það sé gráðugt, latt og skorti sjálfstjórn og siðferði. Það viðheldur þeirri mýtu að feitt fólk sé á einhvern hátt minna virði en grannir einstaklingar. Með þessum nýja vinkli á offitu mun umræðan færast frá: “Af hverju prófarðu ekki x-kúrinn” yfir í “Af hverju skoðarðu ekki offituaðgerðir” en áfram er ábyrgðin sett á einstaklinginn að breyta sér. Áfram er í lagi að stimpla feitt fólk sem gallað, vonlaust og byrði á samfélaginu. Sömu fituhatandi viðhorf munu halda áfram ríkja innan samfélagsins og valda ómældum skaða fyrir heilsu, líðan og mannréttindi feitra.12

Nú segjum við stopp. Við stöldrum við þá staðreynd að hvergi í þessari meintu velviljuðu leit að betra lífi fyrir feitt fólk hefur læknasamfélagið talað fyrir hugmyndafræði Heilsu óháð holdafars eða Health at Every Size (HAES). Um er að ræða einu aðferðina sem komið hefur fram varðandi heilsu feitra sem felst ekki í því að svelta, smána, pína eða skaða þá. Þegar slíkri nálgun er ekki tekið fagnandi af hópi þeirra sem gefa sig út fyrir að hafa eingöngu hagsmuni feitra í fyrirrúmi þá hlýtur það að kalla fram ákveðnar efasemdir. Jafnframt gerum við skýlausa kröfu til fjölmiðla um að hætta að halda á lofti skaðlegum málflutningi um feitt fólk. Hingað til hefur enginn fjölmiðill né blaðamaður lagt það á sig á kafa undir yfirborðið og fjalla um “offitufaraldurinn” frá öllum köntum. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fjölmiðill mun verða fyrstur til að setja mark sitt á sögu líkamsvirðingarbaráttunnar hér á landi.

Virðingarfyllst,

Stjórn Samtaka um líkamsvirðingu

Heimildir:
3. Bacon, L. (2008). Health at every size: The surprising truth about your weight. Dallas, TX: BenBella Books, Inc.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum
Hvað er konudagur?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur orkudrykk?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur orkudrykk?
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.