fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Líf Steinunn: „Darri var búinn að vera mikið veikur allt haustið en læknarnir fundu aldrei neitt“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 7. júní 2017 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darri sonur Líf Steinunnar Lárusdóttur greindist með sjaldgæfa tegund af hvítblæði í byrjun janúar þegar hann var tæplega eins árs.

Líf Steinunn og Darri.

„Darri var búinn að vera mikið veikur allt haustið en læknarnir fundu aldrei neitt að honum,“ sagði Líf í samtali við Bleikt.

„Hann var í viku á spítala í október í alls konar rannsóknum en eina sem læknarnir gátu sagt okkur var að hann væri með allt of fá hvít blóðkorn.“

Þeim var þá sagt að passa rosalega vel upp á Darra þar sem hann var ekki með neinar varnir í líkamanum. Í desember fór Darra versnandi og var farinn að þrútna í kringum augun og fá einkennilegar kúlur á höfuðið. Hann var lagður inn á spítala þann 4. janúar fárveikur og var í viku í rannsóknum.

„Svo var hann sendur í sneiðmyndatöku eftir viku og þurfti þá að svæfa hann. Læknarnir þurftu að hætta í miðri myndatöku þar sem Darri höndlaði illa svæfinguna og var settur í öndunarvél og beint á gjörgæslu nær dauða en lífi. Daginn eftir fengum við greininguna. Aml hvítblæði og Darri var allur æxlaður á höfðinu og með tvö stór æxli við mænu og heila.“

Darri var haldið sofandi í öndunarvél í mánuð á gjörgæslunni. „Eftir þetta er hann búinn að ganga í gegnum rosalega erfiðan tíma með alls konar uppákomur en Darri er algjör hetja og stendur sig ótrúlega vel,“ segir Líf Steinunn.

Líf setti inn færslu í Facebook hópinn „Gefins, allt gefins“ þar sem hún óskar eftir burðarpokum og þroskaleikföngum fyrir Darra en honum vantar einnig ýmsilegt annað. Færslan hefur vakið mikla athygli og margir hafa boðið fram aðstoð sína.  Ef þú vilt koma einhverju til Darra þá er hægt er að hafa samband við Líf Steinunni í gegnum Facebook.

Fyrir þau sem vilja styrkja Darra og baráttuna hans við krabbamein geta lagt inn á reikning: 536-26-8389, kennitala: 130384-8389.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

„Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna“

„Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lét mjög áhugaverð ummæli falla eftir tap um helgina – Gagnrýndi andstæðingana fyrir framlag í leikjunum á undan

Lét mjög áhugaverð ummæli falla eftir tap um helgina – Gagnrýndi andstæðingana fyrir framlag í leikjunum á undan
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verið er að yfirheyra mennina sem ruddust inn í íbúð í Vesturbænum

Verið er að yfirheyra mennina sem ruddust inn í íbúð í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoraði kannski fallegasta sjálfsmark sögunnar um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Skoraði kannski fallegasta sjálfsmark sögunnar um helgina – Sjáðu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans