Það eru nýir emoji-kallar að koma í sumar fyrir Apple notendur. Það hefur hægt og rólega bæst við emoji fjöldann síðan fyrstu emoji-kallarnir komu í snjallsímana með iOS 2.2 uppfærslunni. Síðustu ár hefur einnig verið meiri fjölbreytni í emoji-köllunum. Eins og mismunandi húðlitir, samkynhneigð pör, samkynhneigð pör með börn, einstæðir foreldrar, kvenkyns lögregluþjónn og svo framvegis.
Nú hefur Apple loksins tekið fleiri menningarheima með í spilið og verður til dæmis kona með höfuðklút (e. hijab) einn af þeim emoji-köllum sem koma í sumar. Það bætast einnig við margir skemmtilegir emoji-kallar eins og hafmeyja, kona og karl í jóga, maður með skegg og kona að gefa barni brjóst.
USA Today greinir frá. Þessir emoji-kallar ættu að koma í sumar, jafnvel í júlí, með Unicode 10.0 uppfærslunni.
Sjáðu alla nýju emoji-kallana sem koma í sumar hér fyrir neðan: