fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. júní 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum.


Eineggja tvíburar hafa mismunandi fingraför, en er erfðaefni þeirra nákvæmlega eins?

Eineggja tvíburar verða til þegar hið frjóvgaða egg er búið að skipta sér einu sinni og frumurnar tvær skilja sig hvor frá annarri og þróast síðan hvor um sig áfram í fóstur og barn. Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn.

Það hefur hins vegar komið í ljós að á fósturstigi getur myndast örlítill munur á erfðaefninu, sem m.a. getur leitt til þess að annar tvíburinn fái arfgengan sjúkdóm en hinn ekki. Nú þekkja vísindamenn tvenns konar mun sem þannig getur myndast. Annað afbrigðið uppgötvaðist fyrr á þessu ári og orsakast af því að örlítill bútur erfðaefnis tvöfaldar sig í öðru fóstrinu. Verði tvöföldunin snemma á fósturstiginu, leiðir það til þess að flestar frumurnar bera í sér þennan aukabút af erfðaefninu. Þessi aukabútur er þó ekki sjáanlegur í DNA-greiningu.

Tvíburarnir Patricia og Concepion hafa ekki nákvæmlega eins gen. Vegna þessa munar þjáist Patricia af blæðarasjúkdómnum von Willebrands-sjúkdómi, sem systir hennar hefur ekki.

Hitt afbrigðið hefur verið þekkt í mörg ár og er líka ósýnilegt í DNA-greiningu. Hér gerist það að erfðaefnið verður fyrir efnaáhrifum, svo sem aukningu cytósíns sem er einn þeirra fjögurra basa sem mynda hleðslusteina DNA-sameindarinnar. Þessi breyting hefur í mörgum tilvikum reynst leiða til þess að arfgengir sjúkdómar birtist í öðrum tvíburanum en ekki hinum.


Hér getur þú lesið fleiri greinar á Lifandi Vísindi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hneyksli David Beckham: Gleðikona frá Ástralíu var í spilinu – „David var magnaður elskhugi“

Hneyksli David Beckham: Gleðikona frá Ástralíu var í spilinu – „David var magnaður elskhugi“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Enn eitt áfallið í endurkomu Dele Alli

Enn eitt áfallið í endurkomu Dele Alli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leicester vill ráða fyrir helgina og það eru tveir öflugir kostir á blaði

Leicester vill ráða fyrir helgina og það eru tveir öflugir kostir á blaði
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.