Þegar maður hugsar um brúðkaup þá leitar hugurinn ekki beint til Taco Bell. Margir eiga líklega erfitt með að ímynda sér að standa á móti maka sínum og játa ást sína fyrir framan ástvini á skyndibitastað. Það var hins vegar veruleikinn hjá pari sem gifti sig þann 25. júní á Taco Bell stað í Las Vegas. Brúðkaupsmyndirnar koma á óvart!
Yfir 150 pör tóku þátt í Taco Bell „Love and Tacos“ keppninni. Verðlaunin voru ferð til Las Vegas þar sem sigurvegarar giftu sig á skyndibitastað Taco Bell. Dan Ryckert og Bianca Monda unnu keppnina og voru fyrsta parið til að gifta sig á Taco Bell. Brúðhjónin eru bæði rosalegir Taco Bell aðdáendur.
„[Taco Bell] var reyndar eitt af fyrstu samræðunum sem við áttum saman. Hún sagði mér að hún myndi velja Taco Bell frekar en fínan mexíkóskan veitingastað alla daga vikunnar. Þá vissi ég að við myndum passa vel saman,“
sagði Dan við People.
Frá og með 7. ágúst getur hver sem gift sig á Taco Bell í Las Vegas. Brúðkaupspakkinn kostar rúmlega 60 þúsund krónur og inniheldur athöfnina, sérútbúinn Taco Bell varning, kampavínsflautur og „blómvönd“ búin til úr sósupökkum.
Ef þú vilt gifta þig á Taco Bell þá geturðu skoðað vefsíðuna þeirra.