fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Guðrún Helga: „Sjálfsmyndin mín er í molum og ég bókstaflega hata sjálfa mig á hverjum einasta degi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. júní 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smá vitundarvakning til samfélagsins, þið megið kalla mig athyglissjúka. Þið megið líka segja að ég er uppfull af sjálfsvorkunn. Fordæmið mig eins og þið viljið enda er samfélagið þekkt fyrir það. Við lifum í dag við þær aðstæður að við setjum okkur of háar kröfur. Ef ég hef ekki lokið allavega tveimur háskólagráðum, afrekað í þremur íþróttagreinum, alið upp þrjú börn og ofan á allt saman unnið 2-3 störf í einu þá er ég talin aumingi og letingi. Það er því ekki að furða að margir eru að glíma við andleg vandamál í dag og flestir þekkja því ekki fylgikvillana eða fara í hreina afneitun. Ég hef rætt við nokkra sem eru að kljást við andleg veikindi og allir eiga það sameiginlegt að það skilur þá enginn og því er ég sammála og langar mig að opna hugarfar almennings með þessum pistli.

Mynd/Getty

Ung að aldri er okkur kennt að orð særa meira heldur en barsmíðar og af hverju er þá ekki tekið andlegu veikindunum eins alvarlega. Ég var lengi að sætta mig við þær aðstæður að ég væri yfirhöfuð veik og ég þarf nánast daglega að minna mig á það. Ég þjáist af síþreytu allan liðlangan daginn, svona eins og þegar þú hefur einungis fengið þriggja klukkustunda svefn nema fyrir mig skiptir engu máli hvort ég nái fullkomnum svefni eða ekki. Samkvæmt sérfræðingum sem ég hef leitað mig aðstoðar hjá þá er það vegna þess að ég er að opna á áföll og þegar ég loksins næ svefn þá hvílist ég ekki vegna þess að mig dreymir áföllin aftur og aftur. Ég hef farið í margar blóðprufur og það finnst ekkert líkamlega að mér, ég er full hraust að því leyti.

Í dag ræð ég ekki við mikið meira en 50 prósent starf vegna veikindanna og suma daga á ég í mjög miklum erfiðleikum með að ná að vinna fjórar klukkustundir. Eflaust gera sumir óbeint ráð fyrir því að ég er að hafa það notalegt bara, vinn fjóra tíma og fer svo heim og nýt mér þessar aðstæður en það er þvert á móti. Þegar ég er meðal almennings þá reyni ég eins og ég get að fela líðan mína og set upp ákveðna grímu við það. Oftast heppnast það og almenningur sér ekki eða kýs að sjá ekki hvernig mér líður í alvöru.

Mynd/Getty

Fyrir mér fer minni orka í að setja upp að grímuna en að þurfa að fá vorkunn eða útskýra fyrir öðrum hvað er í gangi. Það sem almenningur sér svo ekki er þegar ég kem heim og hvað bíður mín þar. Oftast þá hef ég ekki orku í mikið meira annað en að leggjast upp í rúm og sofna. Nokkrum sinnum í viku þarf ég að takast á við köst sem ég hef enga stjórn á. Ég græt þangað til ég verð örmagna og tárin eiga sér engan aðdraganda. Ég verð ofsalega reið án þess að vita almennilega af hverju og ég verð einnig virkilega döpur án þess að vita af hverju. Svona eins og þegar þér líður þegar þú hefur misst einhvern nákominn. Ofan á þetta allt saman fæ ég svo ofsakvíðaköst sem ég ræð engan vegin við. Ég fæ daglega samviskubit yfir ómerkilegum hlutum og það er mjög stutt í þráðinn hjá mér og því er ég mikið pirruð, mér finnst allt vera mér að kenna og ég brýt mig daglega niður. Sjálfsmyndin mín er í molum og ég bókstaflega hata sjálfa mig á hverjum einasta degi.

Sérfræðingur gerði mér grein fyrir að þessi veikindi eru banvæn og vegna þess er ég undir ströngu eftirliti. Þegar ég var yngri þá bældi ég tilfinningar mínar niður í áfengisvímu. Í dag þori ég ekki að verða ölvuð vegna þess að ég treysti sjálfri mér alls ekki í því ástandi. Ég bý yfir miklu sjálfshatri og með því fylgja alvarlegar sjálfsvígshugleiðingar. Mér finnst ég vera byrði á samfélagið og sérstaklega á nánustu vini og ættingja. Ég hugsa oft að þau væru betur sett án mín og eiga þetta ekki skilið. Við ölvunaraðstæður þá verð ég kærulaus en fæ einnig kjarkinn við að skaða sjálfa mig. Einu sinni heppnaðist ein sjálfsvígstilraunin. Þegar ég heyri í fjölmiðlum af fólki sem hefur tekið sitt eigið líf við þessar aðstæður þá öfunda ég það, að þurfa ekki að berjast við þennan sjúkdóm lengur.

Ég hef lengi glímt við þessi veikindi og var ekki meðvituð um það fyrr en í dag. Ég hélt að líðan mín og hegðun væru eðlileg og hef ég verið að berjast á móti því heillengi. Ég bý einnig yfir fleiri röskunum sem ég á eftir að fá greiningu á en það er allt komið í ferli sem hefur tekið langan tíma. Á yngri árum þá vísvitandi skar ég sjálfa mig á stöðum á líkamanum sem var auðvelt að fela. Einungis til að finna fyrir sársaukanum og þá bældi ég niður neikvæðar tilfinningar sem ég réði ekki við en það var áður en ég komst í sjálft áfengið. Hreyfing og líkamsrækt er það eina sem blæs smá lífi í mig í dag. Við hreyfinguna þá verð ég andlega hlutlaus, gleymi öllum hugsunum og tilfinningum og finn fyrir líkamlegum sársauka sem bælir niður neikvæðu tilfinningarnar. Þess vegna stunda ég líkamsrækt mjög mikið.

Mynd/Getty

Ég er með marga sérfræðinga á bak við mig og bætast alltaf fleiri við. Það er erfitt að takast á við þetta en ég ætla mér að komast í gegnum þessa helför. Miðað við allt sem ég hef gengið í gegnum frá því ég var ung að aldri þá hefur taugakerfið þurft að búa til ákveðna brynju á tilfinningar mínar og útskýrir það meðal annars óvenjulega hegðun í fari mínu. Í dag er ég að berjast við að losa mig við þessa brynju og við það fer tilfinningaferlið mitt í ákveðið ástand. Ég til dæmis á það til að týna ákveðnum tilfinningum eins og að elska, finna fyrir hamingju og samúð. Ég geri einnig ekki greinarmun á tilfinningum. Ég skil til dæmis ekki muninn á því að vera hamingjusöm og vera í maníu en þegar ég fer í maníu ástand þá verð ég hættuleg sjálfri mér og öðrum. Ég á í raun mjög erfitt að finna fyrir tilfinningalegu jafnvægi. Ég er annað hvort svo leið og döpur að mér líður oftast eins og það er búið að rífa úr mér hjartað eða ég fer svo hátt upp í maníu að ég hef enga stjórn á sjálfri mér.

Það kýs engin að vera veikur og ég kaus þetta alls ekki. Ég er meðvituð um þetta allt saman en það að ganga í gegnum þetta tekur tíma, þolinmæði og stuðning. Margir í kringum vilja hjálpa mér en skilja kannski ekki að ég þarf að horfast í augu við þetta ein. Það að spyrja mig hvort ég hafi farið út að ganga hjálpar mér meðal annars alls ekki og að senda mér sjálfshjálpar hugleiðingar heldur ekki. Það er enginn einstaklingur eins og það tekst hver á þessi veikindi á sinn hátt en oftar en ekki er nóg bara að láta vita að þú ert til staðar fyrir einstaklinginn sem er veikur. <3

Höfundur greinar er Guðrún Helga en hún vildi ekki koma fram undir fullu nafni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.