fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Þarft bara að hlaða símann fjórum sinnum á ári

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. júní 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú burstar tennurnar, leggst upp í rúm og stingur símanum í hleðslu meðan þú sefur. Að hlaða símann er orðið eins sjálfsagt og að, já, bursta tennurnar. En brátt gæti það breyst.

Vísindamenn vinna nú að þróun örgjörva sem notar hundrað sinnum minni orku en hefðbundnir örgjörvar en eiga samt sem áður jafn góðum afköstum, eða allt að því. Í frétt Independent kemur fram að vísindamenn við Michigan og Cornell-háskóla hafi þróað efni sem kallað er rafferróseglun, eða magnetoelectric multiferroic material.

Efnið sem um ræðir er örþunnt, svo þunnt að augað getur ekki nokkru móti greint það en efnið gerir það að verkum að tækið, símtækið til dæmis, þarf ekki lengur stöðugt rafmagn til að hlaðast. Greint var frá þessu fyrst í fyrrahaust en nú er þróunin komin aðeins lengra á veg og þokast í rétta átt. Ef fer sem horfir er möguleiki á að fólk þurfi ekki að hlaða símann sinn oftar en þrisvar til fjórum sinnum á ári.

Ljóst er að ekki er einungis um byltingu að ræða fyrir farsímanotendur því einnig er um að ræða byltingu fyrir umhverfið. Talið er að 5 prósent allrar raforkunotkunar í heiminum sé til komin vegna raftækja sem við notum dagsdaglega og það er hlutfallt sem fer vaxandi, ár frá ári.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.