fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Ingibjörg: Að vera „þessi“ mamma

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 26. júní 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór í veislu síðustu helgi. Gullfallega skírnarveislu hjá yndislegri vinkonu, sem reyndar breyttist svo í brúðkaup (Til hamingju aftur elsku elsku HJÓN!). Salurinn, veitingarnar, vinkona mín og fjölskyldan hennar – allt óaðfinnanlegt. Svo, ætla ég að mála mynd fyrir ykkur. Þið farið í veislu, þið setjist niður með kaffibollann ykkar og fylgist spennt með því sem er að gerast, reynið að heyra hvert orð sem sagt er, taka þátt í söngnum – vera með.

Ingibjörg Eyfjörð, höfundur greinar.

En þið getið það ekki almennilega, því hinum megin í salnum eru lítil sæt krakkagerpi hlaupandi, færandi stóla og með læti algjörlega grunlaus um að nú sé kannski ekki beint stundin til að prófa nýju hátíðnihljóðin sem þau voru að læra að gera. Og á eftir litlu sætu krakkagerpunum er hlaupandi mamma. Það er hlaupandi mamma í skyrtu sem hún hefur ekki farið í í marga mánuði því hún hefur ekki haft ástæðu til að klæða sig upp. Það er hlaupandi mamma sem er búin að svitna svo í umtöluðu skyrtuna að hún þakkar guði fyrir það að skyrtan sé svört svo svitablettirnir sjáist ekki í gegn. Það er hlaupandi mamma sem skammast sín niður í hæla því hún þurfi að elta börnin sín sem bara hreinlega geta ekki setið og hlustað á svona, þau geta ekki sýnt þá þolinmæði sem þarf þangað til að allar ræður eru búnar og gestirnir geta loksins fengið sér að borða. Það er hlaupandi mamma á eftir þessum börnum sem er svo kvíðin að fara með börnin sín á svona mannamót því hún er hrædd um augun sem horfa á sig. Hún er hrædd við það sem fólk hugsar:

„Getur hún ekki haft hemil á börnunum sínum?”

„Af hverju geta börnin hennar ekki verið kyrr?“

„Kunna þau enga mannasiði?“

Ég er þessi hlaupandi mamma, skyrtan fína er komin í óhreina tauið og verður eftir þvott sett aftur upp í skáp þar sem hún verður næstu mánuði.

Börn Ingibjargar

Ég fór í veislu í dag og ég gat lítið fylgst með því að ég á lítið sætt krakkagerpi sem vill ekki vera kjur. Ég á líka aðeins stærra sætt krakkagerpi sem rápaði svo mikið í og úr sætinu sínu að ég er nokkuð viss um að hann eyddi mestum tíma í það að færa stólinn. Sem betur fer er þessi vinkona mín svo skilningsrík að hálfa væri hellingur. En það fylgir því fyrir mig alltaf svo mikill kvíði að fara í svona veislur eða einhverja hittinga þar sem eru fleiri en fjórir. Að vera “sú mamma”. Mamman sem á litlu óargadýrin. Og ég er oftast sú mamma, því ég á börn sem elska að hlaupa, þau elska að vera á hreyfingu og skoða fólk og sýna sig. Þau eru lítil fiðrildi alveg eins og mamma sín.

Í þessum veislum er yfirleitt ein svona mamma. Ein mamma sem á börn sem vilja bara vera börn og hlaupa. Sú mamma skammast sín líklega og svitnar alveg jafn mikið og ég gerði.

Ég hef bara ein skilaboð til þessarar mömmu. Ég sé þig, og ég skil þig svo vel. Þú ert að gera þitt besta – ekki hafa svona miklar áhyggjur.

Ingibjörg Eyfjörð er höfundur greinarinnar sem birtist fyrst á Öskubuska.is.
Hér getur þú lesið fleiri greinar eftir Ingibjörgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Sífellt verra ástand í umferðinni og hækkandi fasteignaverð – „Ef ekkert verður að gert, getur það haft alvarlegar afleiðingar“

Sífellt verra ástand í umferðinni og hækkandi fasteignaverð – „Ef ekkert verður að gert, getur það haft alvarlegar afleiðingar“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mikið álag á dómurum á Íslandi um helgina

Mikið álag á dómurum á Íslandi um helgina
433
Fyrir 11 klukkutímum

Lítið um dýrðir í Meistaradeildinni í kvöld – Kane skoraði í sigri Bayern

Lítið um dýrðir í Meistaradeildinni í kvöld – Kane skoraði í sigri Bayern
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanleg árás á Svandísi Ástu – Málið tekur á sig nýja mynd

Óhugnanleg árás á Svandísi Ástu – Málið tekur á sig nýja mynd
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna banaslyss í Grindavík

Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna banaslyss í Grindavík
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað