Árið 2011 ákvað ljósmyndarinn Antoine Repessé að hætta að henda öllu endurvinnanlegu rusli. Fjórum árum seinna hefur hann gert áhrifamikla ljósmyndaseríu sem hann kallar „#365 Unpacked.“ Serían lætur okkur hugsa um hlutverk okkar sem neytendur. Yfir þessi fjögur ár safnaði Antoine yfir 70 rúmmetrum af rusli, 1.600 mjólkurflöskum, 4.800 klósettrúllum og 800 kg af dagblöðum. Hann flokkaði ruslið fyrir myndirnar sem gerir þær enn átakanlegri.
„Ákvörðunin að flokka ruslið gefur grafísk áhrif. Ég reyndi að gera fullkomna mynd sem kallar fram eitthvað truflandi,“
segir Antoine. „Ég vona að verkefnið mitt geti hvatt fram breytingar.“ Sjáðu myndirnar hans hér fyrir neðan.