fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Að ferðast með lítið kríli – Tékklisti

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 24. júní 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fjölskyldan skelltum okkur til Alicante núna í byrjun júní. Þetta var alveg yndisleg ferð en við fórum með foreldrum mínum, systur mömmu og dóttur hennar og vorum í eina viku í æðislegu húsi. Þegar við fórum var Embla dóttir okkar 4 1/2 mánaða og því nóg af hlutum sem þurfti að spá í og taka með. Ég ákvað því að skella í smá færslu sem getur vonandi hjálpað einhverjum sem er í smá vafa með hvað er best að taka með út.

Ég ætla að byrja á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem stefna á að fara erlendis með svona lítið kríli.

  • Góð kerra er algjört lykilatriði í svona ferð. Við vorum með Silver Cross zest kerru og ég mæli algjörlega með henni í svona ferð. Þessi kerra er alveg fislétt og það er mjög þægilegt að leggja hana saman. Það er með henni taska sem passar akkúrat fyrir kerruna sem er snilld fyrir flugið til að verja kerruna fyrir hnjaski. Við vorum með Emblu í kerrunni alveg upp að flugvélinni og þá lögðum við hana bara saman og skelltum henni í töskuna og þar kom flugvallarstarfsmaður og tók hana og fór með í farangursgeymsluna. Við ákváðum að sleppa því að taka með okkur bílstólinn hennar og vera með hana í kerrunni á flugvellinum í staðinn og leigja svo bara bílstól úti á bílaleigunni til að þurfa ekki að vera að dröslast með bæði með okkur.
  • Við vorum bara í viku en okkur fannst það of stutt og ég hefði alveg verið til í að vera frekar í 10 daga. Við vorum nýkomin í góða rútínu með hana úti þegar við þurftum að fara heim og það hefði verið æðislegt að eiga nokkra auka daga eftir að allt var orðið afslappaðra. Það er líka heljarinnar pakki að fara út með svona unga og nóg sem þarf að skipuleggja og taka með og þá er synd að vera ekki aðeins lengur fyrst maður er á annað borð kominn á staðinn. Mér hefði þó fundist aðeins of mikið að vera í 2 vikur af því þetta var jú talsverð vinna að hugsa um hana í svona allt öðru umhverfi en hér heima en 10-11 dagar hefði verið fullkomið!
  • Ég mæli alveg 100% með því að leigja sér frekar hús eða íbúð heldur en að vera á hóteli ef það er möguleiki. Við vorum í mjög flottu húsi með einkasundlaug og frábærri aðstöðu og það var ótrúlega þægilegt að geta bara sett hana inn að leggja sig eða að sofa á kvöldin og þurfa ekki að fara inn sjálfur heldur geta verið úti meðan hún svaf.
  • Mér fannst Embla á fínum aldri til að fara í svona ferð og ég hefði ekki viljað hafa hana mikið yngri. Svo mun þægilegra að vera með þau að ferðast þegar þau eru farin að halda haus vel og búin með allt magakveisuvesen. Ég hefði t.d. alls ekki notið þess að vera úti með hana 3ja mánaða af því þá var hún svo slæm af kveisu að það komst ekkert annað að allan sólarhringinn – gott að hugsa út í þetta ef maður er að panta ferð með miklum fyrirvara, jafnvel áður en barnið er fætt að reyna að stefna að því að fara ekki fyrr en helsta kveisutímabilið er búið bara EF barnið skyldi fá kveisu
  • Ég mæli algjörlega með því að ferðast með fleira fólki heldur en bara þú og makinn ásamt barni/börnum. Við vorum með báða foreldra mína, systur mömmu og dóttur hennar og því var nóg af fólki til að sinna Emblu og leysa okkur af og því varð þetta aðeins meiri afslöppun og frí fyrir okkur Sæþór heldur en ef við hefðum bara verið tvö ein. Svo er líka bara svo miklu meira stuð ef það eru fleiri en við hlógum og skemmtum okkur alveg ótrúlega mikið í ferðinni.
  • Ef það eru nokkrir mismunandi flugtímar í boði þá mæli ég með því að velja þann flugtíma sem er á svipuðum tíma og hefðbundinn svefntími hjá barninu. En við t.d. flugum heim kl 1 eftir miðnætti og Embla svaf ALLA leiðina og bæði á flugvellinum úti og hér heima sem var ekkert smá þægilegt.
  • Það var barnalæknir sem mælti með því að gefa barninu stíl og saltvatnsdropa fyrir flugið sem ég gerði ca 30 mín áður en við fórum í loftið. Hann sagði mér að oft væru ung börn í flugi að gráta útaf lofti í maga og verkjum tengdum því og stíllinn hefði góð áhrif á þá verki. Þetta virkaði mjög vel hjá okkur og þó hún hafi verið vakandi stóran hluta af fluginu út þá grét hún ekki neitt og virtist bara líða mjög vel.
  • Ég mæli með því að taka með babynest út. Ef flugið ykkar er á svefntíma barnsins þá mæli ég með að taka babynest með í flugvélina. Við gerðum það á heimleiðinni og það var algjör snilld. Við hölluðum bakinu á kerrunni aftur og lögðum babynest í kerruna og hana ofan í og þannig svaf hún á flugvellinum og svo bárum við hana bara inn í flugvél í babynest og settum hana í sætið á milli okkar og þannig svaf hún alla leiðina og svo bárum við hana í því útúr flugvélinni og í kerruna sína aftur og alltaf svaf barnið. Eins notuðum við það mikið þegar við létum hana leggja sig á daginn. Þá settum við hana í babynest ofan í kerrunni með bakið alveg aftur og létum hana sofa þannig og þá var hægt að rugga henni í svefn og keyra hana um (var svolítið erfið að fara að sofa á daginn þarna úti svo það þurfti að rugga henni ansi mikið). Eins létum við hana sofa á nóttunni í babynest ofan í barnarúminu sem fylgdi húsinu af því mér fannst það mun huggulegra en að leggja hana beint í þetta rúm.

Ég eyddi miklum tíma í að skoða síður á netinu og allskonar spjallþræði og umræður varðandi það hvað væri nauðsynlegt að taka með fyrir svona ung börn og það var margt sem ég las sem mér hefði ekki dottið í hug að taka með mér svo ég er mjög glöð að hafa lagst í smá rannsóknarvinnu áður en ég byrjaði að pakka .  Ég held að það sé ekkert sem ég sá eftir að hafa skilið eftir heima og fáir hlutir sem ég tók með út sem voru ekki notaðir svo ég held að pökkunar listinn minn sé bara nokkuð góður. Hér kemur hann.

Skiptitaskan sem fór með inn í flugvél

  • auka föt á barnið, jafnvel 2 dress til öryggis
  • aukabolur á mömmuna (alveg týpískt að fá ælugusuna beint yfir sig í flugtaki! )
  • stílar og nefspray
  • auka snuð
  • snudduband (svo snuðið týnist ekki)
  • blautklútar og bleiur (ég tók 6 stk með í hvort flug)
  • bleiupokar, lyktareyðandi (must ef það kemur einhver sprengja)
  • skiptidýna ferða (til að skipta á barninu á flugvelli og í flugvél)
  • dót sem barnið hefur gaman af (ég tók 2 stk)
  • taubleiur 2 stk
  • peli, nan mjólk í fernu (mun þægilegra að nota fernu en duft þegar þú ert að ferðast)
  • pelahitari ( ég á æðislegan pelahitara frá Difrax sem fer mjög lítið fyrir sem ég tók með mér)
  • 1 hlýtt teppi
  • 1 þunn húfa
  • Babynest ef flugið er á svefntíma barnsins
  • vegabréf, ferðagögn

Ferðtaskan (m.v vikuferð)

  • stílar, nefspray, hitamæli
  • sólarvörn (var með spf50 fyrir börn frá Eucerin)
  • bleiur fyrir allan tímann (ég gerði ráð fyrir 6 bleium á dag og það var nóg)
  • blautklútar 2 pakkar
  • bossakrem
  • 6-8 bleiuklútar/taubleiur
  • 1 stór bleiuklútur/taubleia (var með bleiuklút sem er 120×120 cm sem var algjör snilld til að leggja yfir kerruna þegar hún var að leggja sig á daginn til að verja hana frá sólinni án þess að henni hitnaði of mikið
  • þurrmjólk (tók með mér 1 kassa af Nan þurrmjólkurdufti og nokkrar fernur líka til að nota þá daga sem við vorum á ferðinni og í fluginu út og heim)
  • auka snuð og auka snudduband
  • peli fyrir vatn (við vorum dugleg að bjóða henni vatn í pela á daginn)
  • aukapeli fyrir mjólk
  • sundbolur og sundbleiur
  • handklæði fyrir barnið
  • barnapíutæki (algjör nauðsyn þar sem hún lagði sig oftast inni á daginn og þá vorum við úti í sólinni og hefðum ekki heyrt nógu vel í henni án tækisins)
  • þvottaefnið hennar og uppþvottalögur í litlum brúsum til að skola úr fötunum hennar ef það verður slys
  • babynest
  • sólgleraugu og sólhattur á barnið
  • sólskyggni í bílinn ef þið eruð með bílaleigubíl
  • 5-6 síðerma samfellur (hún svaf alltaf bara í þannig af því það var of heitt að vera í náttfötum)
  • 7 ermalausar samfellur
  • 2 sumarkjólar
  • 2 peysur (nauðsynlegt að vera með góða peysu þegar t.d. er farið í matarbúðina af því það er oft ansi kalt þar)
  • 3 sumargallar (2x stuttbuxna samfestingur, 1x ermalaus galli)
  • 3 gallar venjulegir (2x buxur og peysa, 1x galli)
  • 2 náttgallar (notaði þá reyndar ekki, en ef það er mikil loftkæling er alveg þörf á því)
  • 1 stakar mjúkar buxur
  • 3 pör af sokkum
  • 2 pör af skóm

Þetta er það sem við tókum með og þetta var mjög passlegt fyrir þessa einu viku og það var ekkert sem ég sá eftir að hafa skilið eftir heima eða vantaði sérstaklega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ung kona í Hafnarfirði ákærð fyrir stórfellda líkamsárás

Ung kona í Hafnarfirði ákærð fyrir stórfellda líkamsárás
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –