Ágústa Eva flytur dægurlagaperlur áranna 1945-1960 í Bæjarbíó Hafnarfirði föstudagskvöldið 23. júní klukkan 20:00. Ágústa verður ekki ein á ferð. Með henni deila sviðinu margir af fremstu tónlistarmönnum landsins. Kjartan Valdemarsson spilar á píanó, Óskar Guðjónsson á saxófón, Matthías Hemstock á trommur og Þórður Högnason spilar á kontrabassa.
Nú er tími til að láta ömmu, afa og foreldra að vita. Hver man ekki eftir lögum frá þessum tíma eins og Manstu gamla daga, Í rökkuró, Síðasti vagninn í Sogamýri, Litla flugan, Brúnaljósin Brúnu og það sem ekki má. Þessi lög ásamt fjölda annara verða á dagskránni í Bæjarbíói.
„Loksins gefst tækifæri á að skófla stórfjölskyldunni saman í bílinn og eiga yndislega kvöldstund við kunnuglega tóna,“
kemur fram í viðburði tónleikanna.