fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Sandra gefur út aðra bók í seríunni Hjartablóð: „Markmiðið er að fá ungar konur til að lesa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. júní 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur bók Söndru B. Clausen í seríunni Hjartablóð kemur út í dag. Bókin heitir Flóttinn og er sjálfstætt framhald Fjötra sem kom út fyrir síðustu jól. Bleikt fékk Söndru til að segja okkur aðeins frá bókinni.

Sandra B. Clausen

Flóttinn er sjálfstætt framhald Fjötra sem kom út fyrir síðustu jól og er önnur bókin í seríunni Hjartablóð. Flóttinn gefur Fjötrum ekkert eftir í erótík og spennu. Við fylgjumst enn með Magdalenu Ingvarsdóttir, aðalsögupersóna bókanna, en nú er sögusviðið annað. Í lok fyrstu bókar ferðast Magda yfir hafið, alla leið til Íslands. Þar komumst við nær rótum Íslendingsins og þar með vissri fortíðarþrá svalað með sögunni. Öll búum við yfir forvitni í garð náungans, hvernig var lífið á þessum erfiðu tímum? Í Flóttanum fáum við dýpri tilfinningu fyrir því.

Bækurnar eru blóðheitar með meiru og markmiðið er að fá ungar konur til að lesa. Viðtökur fólks á öllum aldri hafa verið framar vonum og virðast bækurnar heilla jafnt unga sem aldna. Það er fátt betra en að týna sér aðeins í bók hvort sem er í bústaðnum eða húsbílnum. Flóttinn kemur því í búðir í dag, rétt fyrir stærstu ferðahelgina svo von er á að fólk njóti góðs af því.

Sagan gerist á 17 öldinni og þó áherslurnar hafi verið aðrar en í dag þá hefur fólkið lítið breyst og tilfinningarnar þær sömu. Ástir, gleði og sorg hafa markað manninn gegnum árin. Flóttinn er hlaðin spennu og hröð atburðarásin kemur lesandanum vonandi í opna skjöldu og skilur engan eftir ósnortin. Einmana einbúi í hrjálegu húsi og vinalega völva kveikja frekar líf í bókinni. Hindurvitni og hjátrú hafa alltaf fylgt okkur og skapa vissa stemmningu dulúðar og myrkurs en Flóttinn ber dekkri undirtón en sú fyrri.

Þriðja bókin, Ferðin, er enn í skrifum og ekki vitað hvenær hún verður tilbúin. Hún er uppskera hinna tveggja og þar verður tilfinningalegt uppgjör milli persóna.

Erótíkin er allsráðandi í Hjartablóði. Hættulegt aðdráttarafl hrindir af stað skelfilegri atburðarás á eyju elds og ísa. Enginn er svikinn af djörfum lýsingum og dáleiðandi dansleikjum í næstu bók og Hjartablóð er sería sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara,

segir Sandra. Flóttinn kemur í verslanir í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Birtu undarlega færslu þar sem stjarnan sást syngja lag með Ed Sheeran

Birtu undarlega færslu þar sem stjarnan sást syngja lag með Ed Sheeran
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætla að flytja inn erlendan dómara eftir margar kvartanir

Ætla að flytja inn erlendan dómara eftir margar kvartanir
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.