fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025

Camilla Rut ætlar að hlaupa 10 km fyrir Barnaspítala Hringsins: „Var okkar annað heimili á tímabilum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. júní 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Camilla Rut ætlar að hlaupa 10 km fyrir Barnaspítala Hringsins í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka. Camilla og fjölskylda hennar kannast vel við Barnaspítala Hringsins en hann hefur verið þeirra annað heimili á tímabilum. Þegar litli bróðir Camillu fæddist 2011 var honum vart hugað líf og hefur farið í tvær akút aðgerðir. Í dag er hann fimm ára gleðipinni og segir Camilla fjölskylduna standa í eilífðri þakkarskuld við Barnaspítala Hringsins.

Camilla Rut er með þúsundir fylgjenda á Snapchat sem fylgjast með hennar daglega lífi og ætlar hún að leyfa þeim að fylgjast með hlaupaferlinu. Snapchat aðgangur Camillu er: camyklikk.

Camilla Rut

Camilla þú ert ekki beinlínis þekkt fyrir íþróttaafrek. Hvernig dettur þér þetta í hug?

Ég viðurkenni það að mér datt þetta ekki í hug að fyrrabragði hahaha, eins og þú segir þá er ég ekki þekkt fyrir íþróttaafrek… En ég fékk tölvupóst frá Hringskonum sem innihélt áskorun frá þeim. Hringskonur skoruðu á mig að hlaupa Hring fyrir Hringinn og safna áheitum fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins. Maður segir ekki nei við Hringskonum, fyrr myndi ég dauð liggja!

Hvernig hefur starf Barnaspítala Hringsins snert þig/þína?

Barnaspítala Hringsins könnumst við fjölskyldan vel við, enda hefur verið okkar annað heimili á tímabilum. Þegar litli bróðir minn fæddist 20. nóvember 2011 var honum vart hugað líf. Í raun og veru var það ekki talið líklegt að hann skyldi lifa út meðgönguna með mömmu minni.

Það sást í 20. vikna sónar hjá mömmu að litli bróðir minn var með gat á þindinni, hjartað var á vitlausum stað og öll líffærin voru ofan á lungunum og þrýstu á lungun. Þegar bróðir minn fæddist þá fór hann í aðgerð sem heppnaðist mjög vel og hann náði að vaxa og dafna eins og ber að gera. En við fjölskyldan vorum ótrúlega mikið uppá Barnaspítala þarna fyrst um sinn.

Litli bróðir Camillu nýfæddur

Ég á aðra litla systur sem er rúmum tveimur árum eldri en bróðir minn og við vorum að reka fyrirtæki á sama tíma svo þessir tímar voru mikið pússluspil fyrir okkur fjölskylduna. Þegar Róbert Leó varð eins árs þá komu í ljós samgróningar eftir aðgerðina sem hann fór í þegar hann fæddist. Hann fór þá í aðra aðgerð til að laga það en í þeirri aðgerð kom gat á ristil hjá honum, það komst þó ekki í ljós fyrr en nokkrum dögum seinna.

Ég var á staðnum, nýbúin að leysa mömmu af þegar niðurstöðurnar komu í ljós, þegar herbergið allt í einu fylltist af hjúkrunarfræðingum og litla eins árs bróður mínum rúllað inn í akút aðgerð. Áfallið, stressið og áhyggjurnar helltust yfir okkur, eftir allt sem á undan hefði gengið ætlaði ég ekki að trúa því hvað þessi litli kroppur var að ná að þola!

Þegar Camilla fékk að halda á bróður sínum í fyrsta skipti

Hann komst í gegnum þetta allt saman á endanum. Með hjálp hjúkrunarfræðinga og lækna á Barnaspítala Hringsins þá er litli bróðir minn fimm ára lítill gleðipinni sem heldur lífi í öllum partýum, hann er algjört kúrudýr sem elskar bíla eins og pabbi okkar. Hann gleymir sér stundum í leik og á það til að vera mjög hávær… Gólar og gargar í ævintýraleikjunum sínum sem getur verið alveg óþolandi hahaha – en þegar ég minni sjálfa mig á að hann átti ekki einu sinni að ná að anda, hvað þá tala, syngja eða hrópa þá get ég ekki annað en glaðst yfir því einu að hann sé á lífi.

Einnig á ég litla frændur sem hafa verið að berjast fyrir lífi sínu á Barnaspítalanum undanfarið.

Við fjölskyldan stöndum í eilífðri þakkarskuld við Barnaspítalann og Barnaspítalasjóð Hringsins fyrir uppbyggingu á Barnaspítalanum.

Róbert Leó eins árs eftir tvær akút aðgerðir.
Róbert Leó í dagsleyfi af spítalanum á aðfangadag.

Hvernig hefur íþróttaferill þinn verið til þessa?

Hann hefur nú ekki verið uppá marga fiska haha. Ég er reyndar mjög sterk og með mikla vöðva einhvers staðar þarna undir bumbunni… En þolið er ekki mikið, því ekki seinna vænna en að byrja að æfa! Ég stefni á að taka 10 km í ágúst og ég vil gera það vel. Margir hafa bent mér á að það er vel hægt að labba eða skokka þessa 10 km, en þeir sem þekkja mig vita að annaðhvort er ég „all in“ eða „all out“ týpa… Allt eða ekkert sjáiði til. Því vil ég gera þetta almennilega og mig langar að geta hlaupið eins mikið og ég mögulega get.

Hvernig ætlarðu að hátta þjálfuninni?

Gurrý þjálfari, Guðríður Torfadóttir Biggest Looser þjálfari ætlar að halda utan um mig fram að maraþoni. Við erum byrjaðar að æfa og ég sinni heimavinnunni á milli æfinga með henni. Ef það er einhver sem getur komið mér í almennilegt hlaupaform á tveimur mánuðum þá ætti það að vera hún, er það ekki annars?

Kvíðirðu fyrir einhverju varðandi ákvörðun þína?

Alls ekki. Því ég veit að ég er í góðum höndum og ég veit að ég er að vinna að þessu fyrri góðan málstað. Ég er meðvituð um það að þetta ferli verður strembið og erfitt á köflum en ég veit að þetta verður líka skemmtilegt.

Hvað er annað á döfinni hjá þér í sumar?

Ég starfa sem þjónustustjóri á bílaleigu svo það verður nóg að gera í vinnunni í sumar. Auðvitað ætla ég líka að njóta sumarsins með stráknum mínum, eiginmanninum og restinni af fjölskyldunni. Svo bara æfa sig að hlaupa.

Hér er hægt að heita á Camillu Rut og styrkja Barnaspítala Hringsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Hákon skoraði dýrmætt mark fyrir Lille – Sjáðu markið

Hákon skoraði dýrmætt mark fyrir Lille – Sjáðu markið
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Norðurkóresk hernaðartaktík afhjúpuð í dagbók

Norðurkóresk hernaðartaktík afhjúpuð í dagbók
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Þrýstingur á Pútín – Hefur aldrei verið verra

Þrýstingur á Pútín – Hefur aldrei verið verra
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorðu ekki að taka sénsinn á Van Dijk – Gerði mistök því honum leiddist

Þorðu ekki að taka sénsinn á Van Dijk – Gerði mistök því honum leiddist
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögmaður segir yfirvöld beita albanskan múrara óþarfa hörku – Flísalagði í Seðlabankanum en dvelst núna á Hólmsheiði

Lögmaður segir yfirvöld beita albanskan múrara óþarfa hörku – Flísalagði í Seðlabankanum en dvelst núna á Hólmsheiði
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þessar þjóðir eru með stærstu brjóstin – Íslenskar konur ofarlega á lista

Þessar þjóðir eru með stærstu brjóstin – Íslenskar konur ofarlega á lista
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Geirdís missti heimili sitt í eldsvoða – „Ég er bara pokakerling á milli vina og ættingja“

Geirdís missti heimili sitt í eldsvoða – „Ég er bara pokakerling á milli vina og ættingja“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leiksvæði barna þakið hundaskít – „Bara láti frá sér hundinn“

Leiksvæði barna þakið hundaskít – „Bara láti frá sér hundinn“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set