Nýja myndin um Mjallhvíti sem ber heitið „Red Shoes & the Seven Dwarfs,“ hefur fengið mikið af neikvæðri gagnrýni. Hún er ekki komin út en framleiðendur myndarinnar eru á fullu að kynna hana og finnst mörgum auglýsing fyrir myndina senda röng skilaboð. Tess Holliday, fyrirsæta og aktívisti, tjáði sig um kynningarplakat fyrir myndina á Twitter.
Á plakatinu er hávaxin og grönn Mjallhvít hliðin á lágvaxnari og þybbnari Mjallhvíti. Þar stendur: „Hvað ef Mjallhvít væri ekki lengur falleg og dvergarnir sjö ekki svo lágvaxnir?“
Tess Holliday og fleiri telja með þessu sé verið að segja að lágvaxna og þybbna útgáfan af prinsessunni geti ekki verið falleg. Tess sagði einnig á Twitter að henni léki forvitni á að vita hvernig þessi auglýsing var samþykkt af heilum markaðshóp. Hún velti líka fyrir sér af hverju þeim fannst í lagi að senda þau skilaboð til barna að það að vera feitur sé það sama og að vera ljótur.
How did this get approved by an entire marketing team? Why is it okay to tell young kids being fat = ugly? @ChloeGMoretz pic.twitter.com/PVhgwluGTM
— Tess Holliday (@Tess_Holliday) May 30, 2017
Tess merkti Chloe Grace Moretz í Twitter færsluna en Chloe talar fyrir Mjallhvít í myndinni. Chloe svaraði Tess á Twitter og sagðist vera alveg jafn vonsvikin og aðrir með auglýsinguna. Samkvæmt henni þá samþykkti hvorki hún né neinn úr hennar teymi þessa auglýsingu.
I have now fully reviewed the mkting for Red Shoes, I am just as appalled and angry as everyone else, this wasn’t approved by me or my team
— Chloë Grace Moretz (@ChloeGMoretz) May 31, 2017
Kvikmyndin kemur út á næsta ári en margir hafa þegar sagt á Twitter að þeir ætli aldrei að sjá myndina né leyfa börnunum sínum að sjá hana.
This is the epitome of what I don’t want my kids to see……terrible.
— N Altieri (@4netnet) May 30, 2017
Myndin, „Red Shoes & the Seven Dwarfs,“ fjallar um sjö prinsa sem eru að leita að rauðum töfraskóm. Ástæðan fyrir sérstöðu skónna er að þeir geta aflétt bölvuninni sem breytti prinsunum í dverga. Hins vegar lenda prinsarnir í vandræðum. Mjallhvít á skóna, sem í þessari mynd er kona sem klæðist skónum því þeir breyta henni úr lágvaxinni og þybbinni konu í hávaxna og granna konu.