fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Auglýsing fyrir nýju myndina um Mjallhvíti harðlega gagnrýnd fyrir líkamsskömm

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. júní 2017 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja myndin um Mjallhvíti sem ber heitið „Red Shoes & the Seven Dwarfs,“ hefur fengið mikið af neikvæðri gagnrýni. Hún er ekki komin út en framleiðendur myndarinnar eru á fullu að kynna hana og finnst mörgum auglýsing fyrir myndina senda röng skilaboð. Tess Holliday, fyrirsæta og aktívisti, tjáði sig um kynningarplakat fyrir myndina á Twitter.

Tess Holliday

Á plakatinu er hávaxin og grönn Mjallhvít hliðin á lágvaxnari og þybbnari Mjallhvíti. Þar stendur: „Hvað ef Mjallhvít væri ekki lengur falleg og dvergarnir sjö ekki svo lágvaxnir?“

Tess Holliday og fleiri telja með þessu sé verið að segja að lágvaxna og þybbna útgáfan af prinsessunni geti ekki verið falleg. Tess sagði einnig á Twitter að henni léki forvitni á að vita hvernig þessi auglýsing var samþykkt af heilum markaðshóp. Hún velti líka fyrir sér af hverju þeim fannst í lagi að senda þau skilaboð til barna að það að vera feitur sé það sama og að vera ljótur.

Tess merkti Chloe Grace Moretz í Twitter færsluna en Chloe talar fyrir Mjallhvít í myndinni. Chloe svaraði Tess á Twitter og sagðist vera alveg jafn vonsvikin og aðrir með auglýsinguna. Samkvæmt henni þá samþykkti hvorki hún né neinn úr hennar teymi þessa auglýsingu.

Kvikmyndin kemur út á næsta ári en margir hafa þegar sagt á Twitter að þeir ætli aldrei að sjá myndina né leyfa börnunum sínum að sjá hana.

Myndin, „Red Shoes & the Seven Dwarfs,“ fjallar um sjö prinsa sem eru að leita að rauðum töfraskóm. Ástæðan fyrir sérstöðu skónna er að þeir geta aflétt bölvuninni sem breytti prinsunum í dverga. Hins vegar lenda prinsarnir í vandræðum. Mjallhvít á skóna, sem í þessari mynd er kona sem klæðist skónum því þeir breyta henni úr lágvaxinni og þybbinni konu í hávaxna og granna konu.

Hvað finnst þér um auglýsinguna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Köngulóartegund nefnd eftir frú Vigdísi – „Deilir glæsileika og kænsku forsetans“

Köngulóartegund nefnd eftir frú Vigdísi – „Deilir glæsileika og kænsku forsetans“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vieira hættur en gæti nú boðist ansi spennandi starf

Vieira hættur en gæti nú boðist ansi spennandi starf
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Jökull á heimleið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar niður um eitt sæti þrátt fyrir glæstan sigur á Wembley

Strákarnir okkar niður um eitt sæti þrátt fyrir glæstan sigur á Wembley
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.