Austin Simms starfsmaður kaffihússins Cups var orðinn ótrúlega þreyttur á ókurteisum kúnnum svo hann tók til sinna ráða. Hann byrjaði að rukka fólk meira fyrir kaffibollann ef það gaf sér ekki tíma til þess að heilsa afgreiðslufólkinu á kaffihúsinu Cups. Hann gerði í kjölfarið nýja verðskrá og stillti upp fyrir utan kaffihúsið sitt, til þess að vekja fólk til umhugsunar og gleðja gangandi vegfarendur. Kurteist fólk fær kaffibollann á 1,75 dollara en því ókurteisari sem þú ert, því dýrari verður kaffibollinn.
Þetta hefur fengið frábær viðbrögð og margir hafa deilt myndum af þessu uppátæki hans á samfélagsmiðlum síðan. Þessi saga er góð áminning um kurteisi en í samtali við fréttamann sagði Austin eftir atvikið: „Við erum manneskjur aftan við afgreiðsluborðið.“ Hafðu þessa sögu í huga næst þegar þú færð afgreiðslu einhvers staðar.