Júlía Árnadóttir er 29 ára Dalvíkingur og var að gefa út sína fyrstu plötu. Platan ber heitið „Forever.“ Júlía hefur áður gefið út smáskífuna „The same.“ Júlía á langan söngferil að baki. Þrátt fyrir að glíma við mikla heyrnarskerðingu hefur hún sungið frá barnsaldri. Hún söng mikið opinberlega á Norðurlandi áður en hún hóf lagasmíðar og textaskrif.
Árið 2012 flutti hún til Danmerkur þar sem hún stundaði nám sem söngkennari hjá Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn. Hún starfaði einnig sem söngkennari hjá Mainhouse Music í Árósum. Júlía hóf rekstur fyrirtækis síns MusicMasters í Danmörku og hóf vinnu sína í lagasmíðum, útsetningu laga og textasmíðum. Hún hefur fengið mikla athygli erlendra upptökustjóra og plötuútgefandi, þar á meðal Sony og Universal.
Júlía flutti heim til Dalvíkur í maí 2016 og hefur verið í upptökum í Hofi hjá Hauki Pálmasyni. Platan er nú komin á allar helstu tónlistarveitur. Nú er hún í fullum undirbúning að taka upp tónlistarmyndbönd og að skipuleggja tónleikaferðalög erlendis.
Júlía var að gefa út nýtt tónlistarmyndband við lagið Everywhere af nýju plötunni Forever. Horfðu á það hér fyrir neðan.