fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Rauði sófinn í kvöld – Hvers vegna getum við ekki bara haft tvö kyn?

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 16. júní 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvers vegna þurfa hlutirnir að vera svona flóknir? Getum við ekki bara verið karlar eða konur?“ Þessa spurningu hef ég ítrekað heyrt í ýmsum útgáfum síðan umræðan um misjafna kynupplifun fólks fór að aukast. Ég er ekki að tala um kynhneigð, hverjum fólk kýs að lifa kynlífi með – heldur kynupplifun, af hvaða kyni fólk upplifir sig óháð líkamlegum kyneinkennum – og hvernig það kýs að tjá það kyn í félagslegu samhengi.

Í augum margra er þessi þróun einhvers konar ógnun við veruleikann. Við erum jú vön samfélagsgerð sem gerir ráð fyrir tveimur kynjum – karl- og kvenkyni – og hér um bil allur okkar veruleiki hverfist um þá tvíhyggju. En tímarnir breytast, og ég hef stundum bent á að það er ekki ýkja langt síðan vísindafólk var handvisst um að smæstu einingar alheimsins væru rafeindir, róteindir og nifteindir – einingar atómsins. Svo komu kvarkar til sögunnar og við höfum lært að lifa við þá breyttu heimsmynd nokkurn veginn sársaukalaust!

Í Rauða sófanum í kvöld verða þessi mál rædd, en gestur minn er Alda Villiljós, sem upplifir sig hvorki sem konu né karl. Hán hefur verið áberandi í umræðunni um málefni trans fólks og kyn – kannski mætti kalla hán kynuslaaktívista!

Ekki missa af sófanum í kvöld, kl. 21.30 á ÍNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.