fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Miley Cyrus og Jimmy Fallon sungu á lestarstöð í dulargervi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. júní 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunlausir farþegar neðanjarðarlestarinnar í New York duttu heldur betur í lukkupottinn á miðvikudaginn. En þá ákváðu Miley Cyrus og Jimmy Fallon að klæða sig í dulargervi og þykjast vera götusöngvarar á lestarstöðinni Rockefeller Center.

„Enginn veit að þetta er að fara að gerast. Enginn veit að þetta er Miley Cyrus,“

sagði Jimmy Fallon um gjörninginn. Þau voru með hárkollur og kúrekahatta og til að setja alveg punktinn yfir i-ið þá settu þau upp sólgleraugu. Þau fóru í karakter og sungu lagið „Jolene“ með Dolly Parton.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Þó að Miley hafi reynt að fela sig á bak við sólgleraugun þá var röddin hennar þekkjanleg um leið og fljótlega voru þau komin með stóran áhorfendahóp. Þau enduðu með að taka af sér hárkollurnar og syngja annað lag fyrir spennta farþega sem sungu með. Jimmy Fallon og Miley Cyrus ræddu síðan um uppátækið í þættinum hans en þetta var í fyrsta skipti sem Miley fór í neðanjarðarlest.

Miley söng svo tvö lög fyrir gesti Jimmy Fallon, „Malibu“ og nýjasta lagið sitt „Inspired.“ Horfðu á stórglæsilegan flutning hennar hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.