fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025

Það sem enginn segir þér – Ekki fyrir viðkvæma! „Hver vill ekki hamborgara með smá blóðbragði!?“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 15. júní 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VARÚÐ: Ef þú ert viðkvæm sál og/eða mögulega barnshafandi, lestu þá með mikilli varúð.
En ef þú ert algjör „man ekki orðið“, held ég að þú ættir að snúa til baka aftur.
Aftur á móti, ef þú ert týpan sem getur séð spaugilegu hliðarnar á hlutunum – endilega haltu áfram að lesa!

Höfundur greinar: Katrín Sif Antonsdóttir

Þegar maður er barnshafandi þá er svo margt sem enginn segir manni!

Það er einsog það sé allt bara frábært og æðislegt og maður á að svífa um á silfurbleikuglimmerskýi og það er sko alveg bannað að kvarta því vissulega er það ekki sjálfgefið að allir geti eignast börn og þar af leiðandi algjör forréttindi að fá að ganga með þau og eiga þau.

Auðvitað eru það forréttindi að geta eignast börn og gengið með þau en það þýðir þó ekki að maður þurfi að vera prumpandi glimmeri allan tíman alltaf!

Því fjandinn hafi það þetta er ekki allt bara gull og grænir skógar það er svo margt í þessu ferli sem að getur gert mann gjörsamlega geggjað svo geggjaðan að suma daga heldur maður að maður hreinlega fari yfirum (og það skal enginn reyna að segja mér annað). En við skulum alveg hafa það á hreinu að þetta er allt svo MIKIÐ þess virði og myndi ég endurtaka þetta allt ef ég þyrfti!
Þetta munu allt vera hlutir sem gætu mögulega kannski hent þig ef þú átt barn, ert að hugleiða að fara útí það að dúlla einu svona barni saman!

Ef þú ert á báðum áttum hvort þú eigir að koma með eitt eða bara geyma það þá segi ég GO FOR IT þetta er OSOM!

Meðgangan

Það er enginn sem segir manni að…

-„morgun”ógleðin geti varað allan daginn og alla meðgönguna
– hin alræmdi „pregnancy glow” er ekkert nema ælusviti
– maður gæti endað eins og hvalur á meðgöngunni með brjálaðan bjúg á ótrúlegustu stöðum og geta sig varla hreyft
– fæturnir á þér gætu mögulega stækkað um eitt númer, svo njóttu þess að nota alla fallegu skóna þína þó það sé miðvikudagur meðan þú passar ennþá í þá!
– maður hálfpartinn missi öll völd yfir líkama sínum og tilfinningum, nei ég meina það er orðið slæmt þegar þú ferð að hágrenja af því kallinn í biggest looser léttist bara um 1 kíló!
– barnið á eftir að elska að sparka af öllum kröftum í rifbeinin á þér, og ef það sparkar alltaf bara öðru megin geta þau rifbein staðið meira út en hin! Það sama á við um mjaðmirnar, þú getur gleymt því að komast aftur í flottu þröngu buxurnar þínar því mjaðmirnar á þér breikkuðu svo mikið!
– þú munt geta fengið svo svakalega grindargliðnun að það er einsog þú sért hreinlega að klofna í sundur!
– tannholdið geti orðið svo viðkvæmt að það blæðir nánast úr því við alla snertingu… mmmm hver vill ekki hamborgara með smá blóðbragði!?
– slímtappinn, ja þið megið bara googla það eða spurja ljósuna út í hann!
– þú munir óska þess að vera með hendur einsog Hr. Kítli þar sem að þínar eigin ná ekki lengur almennilega framfyrir ört stækkandi belginn framan á þér!
– þú munir mögulega ekki getað borðað eitthvað sem að þú hefur alla tíð elskað heldur langi miklu meira bara í hrossabjúgu í öll mál!
– þú mögulega getir ekki sofið nema í smá stund í einu því þú ert að kafna úr óléttudóti og endalausum spörkum, en um að gera að fara æfa sig strax fyrir allar svefnlausu næturnar!
– þú getir verið með viðbjóðslega samdrætti dögum saman bara svona afþví bara, ég meina hver þarf ekki að fá æfingu í þeim HA?
– fokking hárvöxturinn eykst allsstaðar svo þú gætir orðið álíka loðin og órangúti, gengið um einsog einfætt, mæðuveik, hreyfihömluð mörgæs með harðlífi!

Ef þú ert ein af okkur þessum „óheppnu” sem að upplifa eitthvað af þessu og ert ólétt núna þá mæli ég sterklega með að þú skellir þér í meðgöngunudd lágmark einu sinni í mánuði!

Fæðingin

Það er enginn sem segir manni að…

– þó þú fáir að koma með einhverjar sér óskir varðandi fæðinguna eru hverfandi líkur á því að hún verði eitthvað í líkingu við það sem þú hafðir hugsað þér, hún er líklegast meira í líkingu við hryllingsmynd!
– að þig langar ekkert meira en til að kyrkja barnsföður þinn þegar hann tilkynnir þér hvað hann sé þreyttur á fæðingardeildinni! „ERT ÞÚ ÞREYTTUR MANNFÝLA ÉG ER BÚIN AÐ LIGGJA HÉRNA Í 7 KLUKKUTÍMA MEÐ FOKKINGS 5 Í ÚTVÍKKUN OG ENDALAUSAR HRÍÐIR OG HEF EKKI SOFIÐ SÍÐAN Á 25. VIKU HALTU BARA KJAFTI ASNINN ÞINN OG NÁÐU Í KLAKA HANDA MÉR” (mæli með að þið lesið bókina „konur með 1 í útvíkkun fá enga samúð” og láta kallinn gera það bara líka)
– það eru sterka líkur á að þú kúkir á þig í fæðingunni og það sem betra er það láta allir eins og þeir hafi ekki tekið eftir neinu og það mun enginn minnast orði á það aftur (nema kannski barnsfaðirinn þegar þú ert að fara að leggja í þína síðustu fæðingu að þá finnst honum góð hugmynd að ulla útúr sér „þú kúkaðir þegar þú áttir strákana sko!” Í ALVÖRU MAÐUR, hélt við myndum komast í gegnum lífið án þess að ræða þetta…)
– maður þarf LÍKA að fæða skrattans fylgjuna þetta er ekkert búið þegar þú er búin að kreista krakkann út neinei nú er það fylgjan!


– þú getir mögulega fengið gyllinæð eftir öll lætin við að koma krakkanum í heiminn bara svona til að kóróna þetta almennilega! Það er líka hægt að fá hana sem snemmbúinn glaðning fyrir fæðingu.
– þú munt fá einhvern óútskíranlegana kraft þegar þú ert gjörsamlega búin á því og heldur að þú getir ekki meira, það þýðir samt ekkert að spurja mig hvaðan hann kemur ég hef ekki græna guðmund um það þrátt fyrir að hafa kreist út 3 börn!!!
– þegar þú færð barnið loksins í fangið eftir allan rembinginn svefnleysið og vesenið við að troða barnrassgatinu út um „veislusalinn”, þá ertu samt ennþá ótrúlega þreytt og útkeyrð að þú horfir hálfpartinn bara uppgefin og dofin á barnið með skakkt uppgefið bros yfir að þessu sé lokið! Neinei manstu, þú átt eftir að kreista fylgjudrusluna út þetta er ekkert búið (shit hvað mig langaði til að sparka í ljósuna þegar hún sagði „jæja nú er að koma fylgjunni út” Haltu fokkings kjafti kona ég er búin, ég er komin með verðlaunin mín, nú er ég hætt!) það heldur enginn áfram að hlaupa eftir að hafa komið í mark sko!
– nú áttu að njóta! Vissulega segir fólk þér það að njóta en það segir þér enginn hvers þú átt að njóta, þú átt að reyna að njóta hverrar einustu mínútu, ef barnið er vært horfðu þá á það í smá stund, þvotturinn verður þarna ennþá á eftir hann fer ekki neitt, það er alveg hægt að grípa fötin úr hrúgunni eins og úr skápnum! Þar sem að barnið þitt verður að fermast á MORGUN trúðu mér!

Eftir fæðingu

Það er enginn sem segir manni að…

– að það geti verið svo drullu fokkings sárt þegar maður er að fá mjólkina almennilega í brjóstin!
– að krakkinn geti sogið af þér geirvörtuna nánast ef hann er ekki settur rétt á brjóstið, en samt er heldur enginn sem segir þér hvernig þú setur barnið rétt á brjóstið, neinei þú átt bara að finna útúr því sjálf!
– brjóstaþokan getur varað að eilífu!!
– brjóstagjöf er sko alls ekki draumur í dós og getur bara verið fokking sársaukafull og alls ekki gengið rassgat (ef svo er þá mæli ég með að bjarga geðheilsunni og skipta yfir í þurrmjólk, barnið fer hvort eð er á þurrmjólk ef þú verður lögð inn á geðdeild)
– þú eigir eftir að fagna hægðum hjá annari manneskju eins og þú hafir verið að vinna stóra pottinn í Víkingalottó.
– barnið muni skíta yfir þig, æla yfir þig, míga á þig, nota þig sem snýtubréf og fleira í þeim dúr. Skulum bara segja að allir líkamsvessar barnsins eigi einhvertímann eftir að enda á þér og það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar! Það sem betra er þú munt varla kippa þér upp við það og klárar að sinna barninu áður en þú ferð að þrífa þig sjálfa ef þú manst þá eftir því þar sem þú ert jú með hina ævarandi brjóstaþoku sem aldrei fer og versnar bara með hverju barninu!
– þú getur fengið svo svakalegt hárlos að þú spáir alvarlega í að safna hárunum saman til að hægt sé að setja þau í hárkollu handa þér þegar öll stráin af hausnum eru endanlega dottin af!
– það að vera fínn og vel til hafður er ekki til lengur heldur meira orðið „aaa það eru bara 4 æluslettur/horklessur/drulluslettur á fötunum get alveg farið út svona” en þegar þessi fimmta bætist við þá er gott að skipta um föt, ég meina það eiga ekki allir heila H&Mbúð í fataskápnum og geta skipt um föt 20x á dag!?
– það að „sofa út” heyri sögunni til og jafnvel bara sofa yfir höfuð.
– barnið geti mögulega orðið óvært og grenjað svoleiðis dögunum saman jafnvel mánuðum alveg sama hvern skollan þú gerir og enginn getur sagt þér ástæðuna!
– þegar barnið er búið að grenja non-stopp í marga marga marga klukkutíma/daga að þig langi hreinlega að henda því útum gluggann en fáir samviskubit um leið og þú hefur hugsað þetta eða sagt það við barnið og ferð að hágrenja yfir að hafa viljað henda þessar hágrenjandi krúttsprengju út um gluggann!
– maður eigi aldrei eftir að fara einn á klósettið aftur í bráð, en ég meina hver vill ekki félagskap meðan maður pissar eða kúkar og svo til að toppa það þá fær maður hrós þegar maður er búinn! Mæli ekki með að læsa að sér því þá færðu börnin bara grenjandi/kallandi/nöldrandi á hurðina. Í staðinn er alltaf betra að vera með klappstýru og sögumann með sér!
– maður muni ekki aftur borða heitan kvöldmat, alveg ótrúlegt til dæmis bara þegar maður er með barn á brjósti, þá þarf það alltaf að drekka einmitt þegar þú er að fara að stinga uppí þig fyrsta bitanum!
– það að fara út í búð einn telst vera „me time”.
– tanntaka sé sama sem svefnleysi og grenjur, en ooo sjáið þið litlu krúttlegu tönnsluna …geisp…
– börnin fái svo heiftarlega vaxtarkippi sem þýða einnig svefnleysi og endalausar grenjur „af hverju ertu að stækka barn mamma vill að þú sért lítið og krúttlegt alltaf”.
– að þú eigir eftir að elska barnið þitt svo mikið að þú ert stanslaust hrædd um að eitthvað komi fyrir það sama hversu gamalt það er orðið!
– þú eigir eftir að verða lífhræddari með hverju barninu, ég hef aldrei verið lofthrædd en Guð hjálpi mér ég er á nálunum að fara með börnunum mínum í STÓLALYFTUNA uppí fjalli – hvað er það?
– þú eigir eftir að vilja hlaupa og fela þig þegar þú heyrir orðið „mamma” og óskar þess hreinlega stundum að þau hefðu aldrei lært það! Eins og það er oftast dásamlegt, nema þegar þú ert að heira það í 7000 skipti á sama klukkutímanum!
– þú eigir eftir að efast stórlega um það sem læknar og aðrir sérfræðingar munu segja og þurfa berjast á hæl og hnakka af því þú veist hann hefur rangt fyrir sér til að fá rétta greiningu á barninu þínu því sama hvað hver segir mamman veit ALLTAF BEST!
– börn eru stundum skelfilega hreinskilin, þú gætir átt á hættu að barnið segi einhverjum að hann sé ljótur/feitur/með lítið tippi og fleira í þeim dúr, svona hluti þar sem að þig langar hreinlega til að gufa upp þegar barnið ullar einhverju útúr sér, en um leið hugsarðu „shit hvað þetta er góð saga til að hafa í ræðunni minni þegar barnið giftir sig”!
– hvað það er fooookkking erfitt að finna hvað á að vera í matinn þegar börnin eru nógu stór til að borða allt en ekki byrjuð á leikskóla svo þú þarft að vera hugmyndabanki/matreiðsluhugmyndabók allan fokking daginn.
– þú munir einhverntímann þurfa að hugsa þig lengi um hvort þú eigir að borða í rólegheitum og horfa á þátt eða leggja þig í þessar örfáu mínútur sem barnið sefur útí vagni, þetta er svona svipað og Sophie´s choice!
– þegar þú ert búin að eiga virkilega erfiðan dag og átt enga bara alls enga orku eftir til að elda mat, stingurðu upp á að hafa bara morgunmat í matinn og börnin elska það, svo þegar allir eru komnir inní rúm pantarðu eitthvað ofboðslega gott handa þér og borðar yfir sjónvarpinu í ró og næði áður en þú skríður inní rúm!


– barnið þitt er bara lítið í smá stund og eldist á hraða ljóssins! Svo reyndu eins og þú getur að njóta hverrar mínútu hvort sem hún er grenjumínúta eða hláturmínúta…
– það að laga til er sagan endalausa þú lagar og lagar og lagar til og barnið labbar á eftir þér og ruslar til…. svipað og að vera moka snjó í stórhríð.
– þér á eftir að líða einsog þér sé að misheppnast stórlega í uppeldinu á barninu og sért hræðileg móðir, en ég lofa þér því að þú ert að standa þig vel sama hver staðan er þegar þú ert að fara sofa meðan börnin eru hamingjusöm og líður vel þá stendurðu þig vel, skítt með hvernig húsið lítur út eftir stríð dagsins og hvað þá útgangurinn á þér… ÞÚ STENDUR ÞIG VEL og engin önnur getur gert betur í þínum aðstæðum eða verið börnunum þínum betri móðir.
– þó þú hafir verið ein þeirra „heppnu” og þetta sé bara búið að vera eins og og svífa um á silfurbleikuglimmerskýi þá er enginn kominn til með að segja að það eigi eftir að vera þannig með næsta barn líka!

En það besta við þetta allt saman er að það er svo þess virði og þegar börnin eru sofnuð á kvöldin og þú færð smá tíma í ró og næði án þess að nokkur kalli „mamma” og getur hlaðið batteríin smá, eða þegar litli grenjugrísinn þinn sofnar loksins í fanginu á þér, þá getur ekki beðið eftir að þau vakni morguninn eftir og þú getir fengið að gera þetta allt saman aftur.

Það er best í heimi að vera móðir og mæli ég eindregið með þessari merku og mikilvægu vinnu það er ekkert annað í heiminum sem ég myndi vilja gera annað en að vera MÓÐIR!

Sjálf á ég þrjú börn sem þýðir að ég er búin að gera þetta þrisvar sinnum og búin að upplifa af fyrstu hendi flest allt ofangreint!

Til að mynda þá grenjaði miðjan mín non-stop í tvö ár og svaf í fyrsta skipti heila nótt þegar hann var að verða 4 ára, nei ég veit ekki en hvernig í ósköpunum ég lifði þann tíma af en ég gerði það samt og tókst á einhvern undraverðan hátt að koma öllu í verk og gera allt sem ég þurfti til að halda heimilinu gangandi og eldri gaurnum glöðum, þó hann hafi nú stungið uppá því einu sinni hvort við gætum ekki bara sett litla bróa aftur í magann í smá stund…

Elsti gaurinn minn er eins og klukka og mjög þægilegur þegar hann fær að ganga eftir sinni klukku.
Miðjan mín er snarofvirk og upp um allt og út um allt allan daginn alltaf og er alltaf vaknaður fyrir 6 alla morgna alltaf.
Yngsta skvísan mín aftur á móti er sko alveg til í að sofa út á morgnana, en finnst skemmtilegra að vaka lengi á kvöldin og taka smá svona kvöldvesen og vakna einstakar nætur. Svo samfelldur svefn er eitthvað sem að ég hef ekki vitað hvað er síðustu 9 árin eða svo – en hverjum er ekki drullusama um það? Ég á þrjú gullfalleg og dásamleg börn öll með sinn karakterinn og elska þau meira en allt annað í öllum heiminum og gæti ekki hugsað mér lífið öðruvísi en það er núna, verst hvað þau eldast hratt…

Vonandi skemmtuð þið ykkur við þennan lestur og eruð ekki orðnar andsnúnar barnauppeldi því þá eruð þið að missa af svo óskaplega miklu!

Það er gott að enda á þessu frábæra myndbandi þar sem ein mamman tók saman allt það sem móðir segir á einum degi:


Höfundur greinar: Katrín Sif Antonsdóttir

Bloggsíða

Snapchat: Sifhannar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“
433
Í gær

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt
Pressan
Í gær

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega