fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Geta dýr þekkt sína eigin spegilmynd?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. júní 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum.


Vísindamenn líta á „spegilsprófið“ sem mikilvægt tæki þegar þeir rannsaka sjálfsskilning dýra. Flest dýr bregðast við spegilmyndinni eins og þar sé annað dýr á ferð, en nokkrar tegundir hafa þó sýnt hæfni til að þekkja spegilmynd sína, m.a. höfrungar, simpansar, górillur og órangútanar.

Ný rannsókn hefur líka sýnt að fílar virðast færir um að þekkja sjálfa sig í spegli. Vísindamenn settu upp spegil framan við þrjá fíla. Fílarnir byrjuðu á að skoða á bak við spegilinn en tóku því næst að skoða sjálfa sig í speglinum. Þeir fluttu m.a. höfuðið inn og út úr spegilmyndinni og skoðuðu líka þá hluta líkamans sem þeir gátu ekki séð við venjulegar aðstæður.

Dýr sem fær eru um að þekkja eigin spegilmynd eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega stóran og flókinn heila, lifa þróuðu félagslífi og hafa hæfileika til að finna samkennd með öðrum einstaklingum. Einstöku fuglar eru þó einnig færir um að þekkja sjálfa sig í spegli. Líffræðingar hafa t.d. rannsakað viðbrögð skjóa við speglum. Þegar sett var á fuglinn merki sem hann gat séð í speglinum, tók hann að snúa sér til þannig að hann gæti séð merkið betur. Skjórinn er félagslyndur fugl sem safnar fæðu og geymir hana og ýmislegt bendir til að félagsþroski haldist í hendur við hæfnina til að þekkja sig í spegli.

Villt dýr nota skynfæri sín yfirleitt allt öðruvísi en menn og þótt þau hafi ekki færni til að þekkja eigin spegilmynd, þýðir það ekki að þau hafi ekki annars konar sjálfsskilning. Hugsanlegt er að ýmis dýr þekki t.d. sína eigin lykt eða hljóð.


Hér getur þú lesið fleiri greinar á Lifandi Vísindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Vandræðalegt atvik fyrir fyrirliðann – Var á leið í útför en bað um hjálp við að klára að klæða sig

Vandræðalegt atvik fyrir fyrirliðann – Var á leið í útför en bað um hjálp við að klára að klæða sig
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Lars von Trier fluttur inn á hjúkrunarheimili

Lars von Trier fluttur inn á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Löng biðröð eftir að taka gull út úr næststærstu gullgeymslu heims

Löng biðröð eftir að taka gull út úr næststærstu gullgeymslu heims
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Pútín sagður ætla að útnefna mjög óvæntan mann sem arftaka sinn

Pútín sagður ætla að útnefna mjög óvæntan mann sem arftaka sinn
433
Fyrir 14 klukkutímum

Lítið um dýrðir í Meistaradeildinni í kvöld – Kane skoraði í sigri Bayern

Lítið um dýrðir í Meistaradeildinni í kvöld – Kane skoraði í sigri Bayern

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.