fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024

Varð fyrir miskunnarlausum fitufordómum: Svona svaraði hún fyrir sig

Auður Ösp
Þriðjudaginn 13. júní 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í 50 þúsund manns hafa deilt sjálfsmynd sem hin 13 ára gamla Paris Harvey birti á Twitter síðu sinni á dögunum. Þar má sjá Paris á baðfötunum einum fata en eftir að hafa þurft að hafa verið lögð í einelti í mörg ár vegna holdafars síns ákváð hún að svara fyrir sig í eitt skipti fyrir öll.

Þetta kemur fram á vef Metro. Paris þjáist af efniskiptasjúkdómi sem gerir það að verkum að hún á einkar auðvelt með að bæta á sig kílóum en á hins vegar erfitt með að losa sig við þau. Þá er annar fótur hennar styttri en hinn sem gerir það að verkum að gengur hölt. Kveðst hún hafa orðið fyrir endalausri stríðni og aðdróttunum frá skólasystkinum sínum í gegnum tíðina. Þau hafi kallað hana mörgæs vegna göngulagsins og komið með andstyggilegar athugasemdir um holdafar hennar.

Hátt í 400 þúsund manns hafa líkað við Twitter færslu Paris auk þess sem hátt í 50 þúsund manns hafa deilt henni áfram.

Kveðst hún kjölfarið hafa orðið svo óörugg með líkama sinn að hún hafi helst viljað láta sig hverfa. Hún fór að trúa athugasemdum skólasystkina sinna en segir sárt að sjá fólk halda því fram að hún sé í ofþyngd vegna leti eða skorts á sjálfsaga.

„Ég varð mjög óörugg með útlit mitt. Ég get borðað það sama og manneskjan sem situr við hliðina á mér og samt bætt á mig. Það er ekki eins og ég sé heima hjá mér allan daginn að borða snakk. Mér finnst samt að ég eigi ekki að þurfa að afsaka mig.“

Paris ákvað að lokum að horfast í augu við sinn mesta ótta. Hún fór á baðströnd, íklædd sundbol en það hafði hún ekki gert í þrjú ár. Segist hún hafa óttast að aðrir strandargestir myndu stara á hana með hneykslan eða hreyta í hana ófögrum orðum. Sá ótti reyndist hins vegar ástæðulaus.

Í kjölfarið birti Paris myndir af sér á ströndinni á Twitter. Þó svo að nokkrir netverjir hafi ekki getað setið á sér og gagnrýnt vaxtarlag Paris hafa viðbrögðin í heildina verið gífurlega góð. Hafa hundruðir einstaklinga sent henni hjartnæmar kveðjur og hvatningarorð.

„Ég held ég viti af hverju þú varst svona hrædd,“ skrifar einn Twitter notandi. „Það er af því að þú ert sætasta stelpan á ströndinni og þú varst hrædd um að allir yrðu öfundsjúkir út í þig.“ Þá skrifar önnur kona athugasemd og þakkar Paris fyrir framtakið sem hafi gert það að verkum að hún þorði loksins að taka af skarið og láta sjá sig úti á götu í stuttbuxum.

Birtist fyrst á DV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Úrúgvæinn semur við Manchester United

Úrúgvæinn semur við Manchester United
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlega mynd: Frægur maður nær óþekkjanlegur eftir slagsmál

Sjáðu óhugnanlega mynd: Frægur maður nær óþekkjanlegur eftir slagsmál
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Steinunn Ólína skrifar: Kennslustund í sumarúða

Steinunn Ólína skrifar: Kennslustund í sumarúða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafnaði sjö ára samningi og var svo rekinn eftir tæplega ár

Hafnaði sjö ára samningi og var svo rekinn eftir tæplega ár
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.