Kolbrún Sævarsdóttir átti sitt fyrsta barn fyrir sjö mánuðum síðan og hefur átt erfitt með að líða vel í eigin skinni. Það er ákveðin pressa og hugmyndir sem koma frá samfélaginu um hvernig konur „eiga að líta út“ en Kolbrún hefur ákveðið að láta það ekki á sig fá. Hún segist aldrei hafa verið jafn stór og þung eins og hún er í dag en hún er svo hamingjusöm. Kolbrún birti öfluga og frábæra færslu á Facebook þar sem hún deilir mynd af maganum sínum sjö mánuðum eftir fæðingu. Hún segist elska slitin sín og ætlar ekki að láta þær hugmyndir um hvernig hún „ætti“ að líta út hafa áhrif á sig lengur.
Svona lítur maginn á mér út, rúmum sjö mánuðum eftir fæðinguna. Ég elska slitin mín og þó ég sé ekki komin í sama form og ég var í áður þá þýðir það ekki að ég sé ekki með fallegan líkama. Ég er ekki sátt hvernig ég lít út en afhverju? Afhverju er ég ekki sátt? Ég fékk gullfallegt og heilbrigt barn í hendurnar og mér hefur aldrei liðir betur? Ég hef aldrei verið jafn stór eða þung eins og núna en ég er svo hamingjusöm. Ég ætla ekki að láta það hafa áhrif á mig lengur. Ég vona að ég geti elskað líkamann minn eins og Marinó gerir. Ég vona að ég geti hætt að hugsa um það hvernig aðrir líta út og hvernig ég „ætti“ að líta út. Ég er með fallegan líkama og hann sýnir að ég hef gengið með barn og ég er stolt mamma