„Ein með öllu“ hefur stundum verið kölluð þjóðarréttur Íslendinga og mörgum þykir enginn ferðamaður hafa upplifað Ísland til fulls öðruvísi en að koma við á Bæjarins bestu. Sjálfur gerðist ég grænmetisæta fyrir tæpum áratug og hef ekki litið til baka. Það er þó alltaf einhver stemning í kringum íslensku pylsuna sem ég hef saknað – þó mig langi lítið í grunsamlegan ílangan kjötbúðing.
[ref]http://www.pressan.is/Saelkerapressan/Lesa_sealkerapressuna/gomsaetar-mexikobulsur-ein-med-ollu-nema-allt-odruvisi[/ref]