fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Opið bréf til konunnar sem dæsti við afgreiðslukassann

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. júní 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åsa Skånberg, 34 ára sænsk kona, hefur vakið talsverða athygli fyrir færslu sem hún ritaði um lítið atvik sem varð í stórmarkaði í Svíþjóð fyrir skemmstu.

Í færslunni segir Åsa frá því að röð hafi myndast á kassanum þegar loksins kom að henni. Þegar hún var búin að greiða fyrir vörurnar raðaði hún vörunum ofan í pokann, en tók þá eftir því að konan fyrir aftan hana dæsti og virtist mjög óþolinmóð vegna þess hversu langan tíma það tók fyrir Åsu að raða vörunum ofan í innkaupapokana.

Åsa Skånberg setti þessa táknrænu mynd á Facebook-síðu sína. Á miðanum stendur að höfuðið virki ekki sem skyldi að svo stöddu.

Það sem konan vissi ekki er að Åsa hefur glímt við andleg veikindi um nokkurt skeið og þurfti hún að hafa sig alla við til að koma við í búðinni. Í færslu á Facebook-síðu sína ritar hún:

„Kæra manneskja. Ég gat ekki sagt þér það en skömmu áður en ég fór í búðina var ég hjá lækni þar sem ég grét yfir því að heilinn í mér skuli ekki virka eins og hann á að virka,“

lýsir Åsa í færslunni og bætir við að kvíði og þunglyndi hafi gert það að verkum að hún sinni daglegum athöfnum hægar ella. Lítil verkefni eins og að raða vörum ofan í poka geti orðið umfangsmikil.

„Það var alls ekki illa meint að láta þig bíða nokkrum sekúndum lengur en þú bjóst við,“ sagði Åsa og bætti við að ef hún hefði verið með sáraumbúðir eða vafning um úlnliðinn hefði konan að líkindum sýnt henni skilning. En þar sem sárin sem hún ber innan brjósts eru ekki sýnileg hafi henni enginn skilningur verið sýndur.

„Þó sárin séu ekki sýnileg geta þau verið sársaukafyllri en þau sem eru sýnileg,“

segir hún við sænska blaðið Expressen. Hún segist hafa skrifað færsluna til að vekja fólk til umhugsunar um að andleg veikindi sem sjást ekki utan á fólki geti verið alveg jafn alvarleg – jafnvel alvarlegri – en líkamleg veikindi. „Hér í Svíþjóð er tíðni sjálfsvíga allt of há og þess vegna er mikilvægt að við ræðum um þessa hluti,“ segir hún.

Í frétt Expressen segir að eftir að Åsa opnaði á umræðuna hafi fleiri stigið fram og sagt frá sinni reynslu. Sjálf segist hún vona að fólk, sem mögulega er í sömu sporum og hún, fái þá tilfinningu að það sé ekki eitt í þeim sporum. Hún vilji einnig minna fólk á að sýna samborgurum sínum þolinmæði því enginn viti hvernig fólki líður innanbrjósts eða hvað það hefur þurft að ganga í gegnum.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sá eftirsótti virðist staðfesta að hann vilji fara í sumar

Sá eftirsótti virðist staðfesta að hann vilji fara í sumar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Breyting á leik í Bestu deildinni

Breyting á leik í Bestu deildinni
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sauð upp úr á barnum – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á barnum – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“

Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jökull á heimleið

Jökull á heimleið
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Manchester United virðist vera búið að tapa kapphlaupinu

Manchester United virðist vera búið að tapa kapphlaupinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.