fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Dagbjört og félagar fengu nóg af sjoppufæði – Opnuðu matarvagn í Mývatnssveit

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. júní 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er Dagbjört að hefja sumarævintýri. Hún er að koma sé vel fyrir í bleika hjólhýsinu sínu í Mývatnssveit og er ásamt því á fullu að selja vefjur, kökur og fleiri matvæli út um lúguna á matarvagninum sínum. Á milli þess slakar hún á í jarðböðunum og knúsar hundinn sinn. Bleikt hafði samband við Dagbjörtu og fékk að forvitnast aðeins um matarvagninn og sumarævintýrið.

Dagbjört Þórðardóttir í matarvagninum Balú.

Dagbjört og vinir hennar Bryndís Fanný og Finnur Hafliðason stofnuðu fyrirtækið Premia ehf síðasta haust með það að markmiði að reka matarvagn í Mývatnssveit sumarið 2017. Þau koma alls staðar af landinu, Dagbjört er úr Mosfellsbæ, Bryndís er úr Húnavatnssýslu og Finnur er frá Selfossi. Þau eru öll tiltölulega nýútskrifaðir ferðamálafræðingar frá Hólum í Hjaltadal og er Dagbjört sjálf í meistaranámi í verkefnastjórnun.

Bryndís, Dagbjört og Finnur.

„Áhugi okkar sameinast í því að gera góða hluti í ferðaþjónustu á Íslandi og tengja við lókalinn (local) á dreifbýlum landsins.“

Dagbjört segir að síðustu ár hefur Bryndís verið mikið að rúnta um landið á vöruflutningabílum og rútum. Hún er löngu komin með leið á hefðbundnu sjoppufæði og fannst ekki gott úrval af mat fyrir sig til að grípa með. Þá datt henni í hug að opna matarvagn í Mývatnssveit en hún var þar mikið undanfarin tvö sumur.

„Þannig er Bryndís, hún sér vandamál og hún bara leysir það,“ segir Dagbjört. Þau þrjú fóru af stað, hittu heimafólk og mættu alveg dásamlegu viðmóti frá upphafi að sögn Dagbjartar. Þau opnuðu Balú í Reykjahlíð þann 20. Maí.

„Okkur lá svo á að opna að við drifum vagninn norður áður en hægt var að merkja hann svo hann stendur hér núna skjannahvítur og ómerktur en við eigum von á merkingum á næstu vikum.“

Matarvagninn Balú.

Dagbjört sér um daglegan rekstur Balú og flutti í Reykjahlíð með sitt hjólhýsi og varðhundinn Evru Mjöll, sem er pínulítill Papillon hundur. Dagbjört segist vera til í lífið og finnst gaman að spjalla og kynnast nýju fólki.

„Ég kom hingað með það í huga að verða vinur allra sem ég hitti og ég er ekki frá því að það sé að takast. Það eru allir svo vinalegir hérna. Ég er hrikalega spennt fyrir þessu ævintýri og það er alveg æðislegt að vera hérna.“

Dagbjört hefur alltaf verið mikil útivistarmanneskja. „Ég hef gengið á ótal fjöll, tjaldað uppi á jökli, ég er í flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og er svona nettur jarðfræðinörð svo Mývatnssveitin er eins og draumaland fyrir mig.“ Hún bætir því við að Bryndís og Finnur eru alveg að deyja úr öfund því þeim langar að flytja í Reykjahlíð og hver viti nema þau komi næsta sumar.

„Finnur sér það alveg fyrir sér að geta ráfað hérna um í náttúrunni alla daga, hann er rauðhærður og passar vel inn í grænt og undurfagurt landslagið hérna þetta náttúrubarn okkar.“

Brot af því góðgæti sem er í boði hjá Dagbjörtu í Balú.

„Þetta er frekar nýtt fyrir mér en ég verð að viðurkenna að ég er alveg dottin í þetta, ég elska að stússast í vagninum mínum, taka á móti fólki og búa til góðan mat. Svo erum við alltaf að fá nýjar og nýjar hugmyndir um hvað við getum boðið upp á, gera nýjar útfærslur og þannig og núna erum við einmitt að fara að taka inn pulled pork og ég hlakka svo mikið til þegar fólk fer að smakka það því það er svo ótrúlega ljúffengt. Mín uppáhaldsvefja er karrý kjúlli en við skýrum allar vefjurnar okkar í höfuðið á vagninum okkar; balú,“

segir Dagbjört og bætir við að þau fá nokkur hráefni frá fólki í sveitinni: „Fáum reyktan silung hjá Steinu vinkonu okkar á næsta bæ og fáum hverabrauð frá Kollu vinkonu okkar héðan úr sveitinni.“

Balú vefja.

Bleikt fékk Dagbjörtu til að svara nokkrum skemmtilegum spurningum um allt og ekkert til að deila með lesendum. Hægt verður að fylgjast með ævintýri Dagbjartar á snapchat en hún er með aðganginn dagga_82.

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Tala, opin, dúer, hvatvís, hress

Hver er þinn helsti veikleiki?

Óstundvísi… tala gjarnan áður en ég hugsa…. fara frammúr mér eða sem sagt að taka út orku fyrirfram og liggja svo alveg sprungin næsta dag hehehe

Áttu þér mottó í lífinu?

Mitt mottó er að gera það sem gerir mig hamingjusama í lífinu og að nálgast aðra með vinalegu viðmóti og opnum huga

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Leggings, flatbotna, víður bolur, krullur

Hvað er best við veturinn?

Skíði, snjór, ófærð… ég á jebba svo það er lykilatriði að fá smá ófærð öðru hvoru

Hvern dreymir þig um að hitta?

Ég held mig dreymi hreinlega ekki um að hitta neinn sérstakan….

Uppáhaldsbók?

Ég á enga all time favorite bók en ég tók ár í jarðfræði fyrir nokkrum árum og bækurnar sem ég fékk þar þótti mér ofsa spennó.

Hver er þín fyrirmynd?

Foreldrar mínir. Þau eru einstök en mjög ólík og ég reyni að taka það besta frá þeim báðum.

Ef þú ættir þrár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Ég mundi láta drauminn minn og tveggja vinkvenna minna um að fara til Balí rætast!! …. og/eða upgrate-a jeppann minn haha.

Twitter eða Facebook?

Facebook.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Internets!

Hvað óttastu mest?

Heilsubrest

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Sign of the times með Harry Styles er eiginlega bara á repeat þessa dagana J Harry sko…

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Æjj ég er sjúk í kók, kökur, ís og súkkulaði. Bannað að dæma.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Snap: dagga_82

Facebook:  Balú Wraps & Sweets

Instagram: balufoodcaravan  #ourownbalú

Hvað er framundan hjá þér í sumar?

Reka Balú Wraps & Sweets í Reykjahlíð í sumar og svo heldur námið í MPM áfram í haust ásamt ýmsum spennandi verkefnum okkar í Premia ehf og Balú.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu nýja verkefni í okkar lífi, honum Balú og við vonum að fólk kíki á okkur, smakki og segi okkur hver þeirra uppáhalds Balú er.

Hér getur þú fylgst með Balú á Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Víkingar mæta albönsku meisturunum

Víkingar mæta albönsku meisturunum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.