fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025

Andrea stígur fram og birtir ótrúlegar myndir: „Samfélagsmiðlar spila eitt stærsta hlutverkið í minni átröskun“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. júní 2017 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki að gera þetta núna fyrir athygli heldur til þess að vera fordæmi fyrir stelpur sem eru eru að ganga í gegnum það sama. Þetta er mín hlið á átröskun. Oftast byrjar þetta á einhverju saklausu eins og nammibindindi eða að vilja missa nokkur kíló, komast í aðeins betra form, bara aðeins að laga.“

Svona byrjar pistill eftir Andreu Pétursdóttur. Hún deildi honum fyrst á Facebook síðu sinni og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að deila honum með lesendum.

„Ég vildi bara komast í betra form. Í hreinskilni sagt var ég aldrei eitthvað óánægð með sjálfa mig og hef alltaf verið hamingjusöm og jákvæð stelpa. Hins vegar hafði mér aldrei fundist ég NÓGU flott útlítandi og alltaf upplifað mig feitari og asnalegri en HINAR stelpurnar.

Ég var ekki sérlega feit sem krakki en ég var þung og af einhverjum ástæðum leið mér rosa illa yfir því. Það er ekki eitthvað sem foreldrar mínir hafa kennt mér eða sem ég hef lært í skóla heldur það sem ég lærði í tímaritum og á samfélagsmiðlum.

Þungur = feitur, feitur = gerðu eitthvað í þínum málum.

Samfélagsmiðlar spila eitt stærsta hlutverkið í minni átröskun og er það mjög algengt í dag. Ég miðaði mig alltof mikið við aðra og var því alltaf að finna nýja og nýja „galla“ við líkamann minn. Sérstaklega þegar ég fór að miða mig við ókunnugar fullorðnar fitness píur sem fá borgað fyrir það eitt að sýna sig á Instagram.

Á samfélagsmiðlum fær maður upplýsingar úr öllum áttum um hvernig maður á að borða og hreyfa sig til að ná árangri, missa kíló eða breyta holdafari. Auðvitað stimplast það inn í hausinn á manni hvort sem maður viti það eða ekki. Endalausar reglur byrja um leið að hrannast inn, boð og bönn um hvað má og hvað ekki.

Þegar ég var 13 ára ákvað ég að byrja í nammibindindi og eftir það var ekki aftur snúið. Eitt og annað fór að tínast úr fæðunni og að lokum hafði ég skorið út nánast öll kolvetni, alla fitu nema þessa „hollu“ í mjög litlu magni og taldi hverja einustu hitaeiningu ofan í mig. Ég setti mér endalausar reglur og apaði bókstaflega allt upp eftir snöppurum eða öðru sem ég sá á netinu tengt „heilsu, hollustu eða hreyfingu.“

Öfgafull hreyfing kom í kjölfar þessara aðgerða hjá mér, ég meina ég var bara að koma mér í betra form er það ekki? Kílóin hrundu, augljóslega, en um leið hrundi heilsan. Hárið fór að detta af, ég hafði enga orku, enga gleði, alltaf kalt, húðin að þurrkast upp og öll sveltieinkenni byrjuðu að sýna sig. Ég skammaðist mín svo mikið en ég gat ekki hætt. Þetta þróaðist aðeins í örfáa mánuði en varð svo slæmt að ég var send í átröskunarmeðferð. Ég kunni ekki lengur að borða eðlilega. Ég hugsaði ekki eðlilega. Líkaminn minn var það vannærður að starfsemi heilans og líffæra var að krassa.

Eina sem ég hugsaði um voru hitaeiningar, matur og hreyfing. Í raun var baráttan bara rétt að byrja. Næsta árið snerist jafn mikið um þetta og það fyrra. Allt varð svo brothætt. Allir á heimilinu orðnir örmagna yfir þessari baráttu minni við minn eiginn líkama. Þar til ég sjálf tók ákvörðun. Alveg eins ákvörðun og ég hafði gert í byrjun nema þessi var 100% fyrir mig. Ég vildi ná heilsu. Ég vildi komast út úr þessum vítahring og verða eðlileg aftur. Ég vildi lifa lífi þar sem ég fæ ekki samviskubit eða kvíða yfir mat. Og ég gerði það. Þyngdin var ekki öll komin og ég sá að það þýddi ekki að draga svo ég SJÁLF stækkaði skammtana og ég SJÁLF þyngdi mig upp í kjörþyngd. Ég ákvað að hætta að líða illa yfir mat og ég gerði það. Ég, með hjálp frá mörgum yndislegum manneskjum hef loksins endurheimt minn líkama og huga. Ég er ekki lengur fangi anorexiu .

Andrea í dag.

Í dag er ég á mínu sautjánda ári . Ég er svo haminsgjusöm og þakklát, sérstaklega fyrir það að eiga góða að, vinkonur og mömmu og pabba sem hjálpuðu mér meira en orð fá lýst. Anna, Pétur.

Ég er vakandi fyrir áreiti af samfélagsmiðlum og ég kýs að fylgja ekki fólki sem sýnir ekki raunveruleikann. Allt sem þú setur á samfélagsmiðla hefur áhrif svo hugsaðu þig tvisvar um.

Skilaboðin mín til þín eru: Matur er nauðsyn. Ekki stressa þig yfir honum.

Enginn er eins, þú ættir að elska þig nákvæmlega eins og þú ert núna.❤

Ekki miða þig við aðra!

Og mitt uppáhalds quote: Ekki hreyfa þig útaf því að þú hatar líkamann þinn, hreyfðu þig því þú elskar hann.

Andrea í dag.

Eins og ég sagði í byrjun er ég að setja þetta hingað til að opna augu fólks við þessum sjúkdóm. Hann er alltof óumtalaður í samfélagi sem snýst um útlit og persónudýrkun. Sjálf hefði ég aldrei ímyndað mér að þetta kæmi fyrir mig en það er þunn lína milli heilbrigðis og öfga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“
433
Í gær

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt
Pressan
Í gær

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.