Flestir eyða fyrstu mínútunum af lífi sínu öskrandi af lífs og sálarkröftum. En raunin var önnur fyrir barnið í myndbandinu hér fyrir neðan. Myndbandið hefur vakið mikla athygli, yfir 92 milljón manns hafa séð myndbandið á Facebook. Ástæðan fyrir vinsældum myndbandsins er að barnið, sem er nýfætt, er að „labba.“
Myndbandið er tekið upp í Brasilíu og sýnir hjúkrunarfræðing halda undir hendurnar á barni og barnið færir fæturna eins og það sé að labba. Þetta er ótrúlegt! Horfðu á það hér fyrir neðan.
Myndbandið hefur gengið eins og eldur í sinu um netheima og hafa sumir sagt að þetta sé „súperbarn.“ Hins vegar er mjög einföld og eðlileg skýring á þessu. Með því að halda barni uppréttu með fæturna á yfirborði þá bregst barnið við með því að lyfta öðrum fætinum og síðan hinum, eins og það sé að labba. Þessi viðbrögð koma fram við fæðingu og hverfa eftir tvo mánuði og eru vísbending um eðlilegan taugaþroska nýburans.