fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025

Rúnar er búinn að léttast um 13 kíló – „Við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 8. maí 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byrjum þetta á smá sprengju:

Mér finnst illa gert af fólki að leyfa sér að verða of þungt.

Ekki misskilja mig!
Þetta þýðir ekki að ég sé að setja út á fólk í ofþyngd, heldur er ég að segja að innst inni vitum við öll að við eigum ekki að fara illa með okkur. Þetta eru engir fegurðarstaðlar, heldur er þetta blákaldur raunveruleikinn.

Rúnar Már Theodórsson, höfundur greinar

Mér finnst umræðan um að það eigi að leyfa hverjum og einum að vera eins og hann er af því að hann er ánægður í sínum líkama einfaldlega ekki eiga rétt á sér, og beinlínis vera hættulegar fullyrðingar, því að það er ekki að ástæðulausu sem við erum í miklu fleiri áhættuhópum en fólk í meðalþyngd.

Margir af mínum vinum og minni fjölskyldu eru í ofþyngd og ég veit að þau langar ekki að vera þar, frekar en neinn annan sem hefur kynnst fylgikvillunum. Það þarf að gera greinarmun á milli þess að líða vel og að líða vel í eigin líkama

Þess vegna er mér meira annt um það að fólk fái þá hjálp sem það vantar og lagi sitt ástand áður en það er of seint, heldur en að fólk fái að halda sér í sínum þægindaramma sem er yfirleitt byggður á sjálfsblekkingunni að þeim líði vel í þessum líkama. Líkama sem er endalaust undir of miklu álagi, því við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir

Einnig finnst mér að hver sem er megi leiðbeina okkur og koma með athugasemdir og ráð, svo lengi sem þau eru ekki persónulega niðrandi. Við erum jú öll hluti af samfélagi sem myndi aldrei virka ef allir myndu bara hugsa um sjálfa sig og sleppa sér endalaust í nautnum og fíknum sem gera okkur ófær um að gera einföldustu hluti.
Lífsstíllinn er óheilbrigður og álagið á allt okkar stoðkerfi er mjög svo óeðlilegt.

Af hverju er svona erfitt fyrir okkur að gera bara lífsstílsbreytingu í staðinn fyrir að fara í vörn og berjast á móti?
Allt of margir vilja frekar fara í stríð við aðra, en sjálft sig og mér finnst það svo sorglegt. Af hverju ekki bara að skjóta hærra en þú hefur nokkurn tíma skotið áður, á hverjum degi? Það er kannski erfitt, en með réttu hugarfari og nægum viljastyrk getur maður gert nákvæmlega allt sem mann langar til þess að gera.

Það þarf bara þetta fyrsta skref út fyrir þægindarammann sem við elskum öll og dáum!

Mín persónulega Reynsla

Frá því að ég byrjaði fyrst að reyna, sirka 2008-9 var ég alltaf fastur á því að ræktin væri eina lausnin til þess að létta mig, svo ég byrjaði að lyfta. En alltaf þyngdist ég meira og meira, svo ég gafst upp á mjög stuttum tíma vegna þess að kílóafjöldinn hækkaði alltaf.

Ég veit núna að það sem gekk á var líklega að vöðvar komu í stað fitu, og þess vegna fór þyngdin upp á við. Það sem ég einblíndi á voru kílóin og mér fannst vera samasem merki á milli þyngdaraukningar og árangursleysis. Þetta reyndi ég örugglega 3-4 sinnum á ári í mörg ár, en í stuttan tíma í hvert skipti, og fékk alltaf sömu niðurstöðuna í hausinn á mér. Ég var líka sannfærður um að ef ég pantaði mér eitthvað prótein og fitubrennsluefni þá gæti ég bara haldið áfram sama gamla mataræðinu og allt yrði í lagi. Hljómar ekki jafn gáfulega á prenti og það hljómar í hausnum er það nokkuð?

Ég var alltaf að heyra að það sem skipti máli væri 70% mataræði 30% hreyfing, en aldrei gaf ég því tækifæri því ég vildi ekki skilja við allan góða matinn og nammið, eða þá að ég hafði betri afsökun sem ég… uuuu, man ekki akkúrat núna. Skiptir ekki máli, hún var örugglega alveg jafn heimskuleg og hinar afsakanirnar.

Seint á árinu 2015 sá ég svo fjarþjálfun auglýsta á facebook og hugsaði að það gæti svosem ekki gert ástandið verra og skellti mér í hana. Þar var mér afhent matarprógram og mér var sagt að víkja aldrei út af því, og Guð minn almáttugur hvað það var frábært að borða hollt. Á endanum gafst ég þó upp aftur því ég sá engan árangur sjálfur.

Það eru þessi misheppnuðu skipti sem láta mann halda að það sé ómögulegt að standa upp af rassgatinu og reyna aftur.

En ég ákvað að reyna einu sinni enn fyrir nokkrum mánuðum, reyndar hef ég ekki ennþá staðið upp af rassgatinu, en ég er að einblína á mataræðið. Ég tók út brauðmeti, skipti kóki yfir í sódavatn og fór að borða minna af skyndibitum. Endalaust af pínulitlum breytingum sem ég tek varla eftir núna og ég er kominn niður um 13 kíló á innan við 3 mánuðum og mér hefur aldrei liðið betur.

En nóg um mig. Það sem ég er að segja er að, Þú þarft bara að finna það sem hentar þér, virkar fyrir þig og ekki gefast upp á því að búa til bestu útgáfuna af sjálfum þér því að það er klárlega þess virði og þegar það tekst áttu aldrei eftir að sjá eftir því.

Vonandi var þetta hvetjandi fyrir einhvern að lesa,
Þetta var mín tilraun til þess að hjálpa

Takk æðislega fyrir að gefa þér tíma til þess að lesa þetta!


Höfundur greinar: Rúnar Már Theodórsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“
433
Í gær

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt
Pressan
Í gær

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.