Svanhildur Helga Berg varð ófrísk fimmtán ára gömul. Eitthvað gerðist þegar hún sá að þungunarprófið var jákvætt, og hún var strax ákveðin í að eignast barnið. Nú býr þessi unga móðir sig undir framtíðina með hliðsjón af þörfum dóttur sinnar. Hún nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar en óvenjuleg eindrægni og vinátta ríkir milli heimila foreldra hennar. Svanhildur er í viðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar, en einnig er rætt við foreldra hennar sem eru hennar helstu stuðningsaðildar í uppeldi litlu stúlkunnar.
Hrannar Már Sigrúnarson hefur óvenjulegt sjónarhorn á bólusetningar barna og veltir umhugsunarverðum hliðum.. Brynja Laxdal og Baldvin Jónsson ræða framtíð matarferðamennsku og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Þetta og ótalmargt fleira í ferskri og fallegri Viku.