fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Ariana Grande heldur styrktartónleika fyrir fórnarlömb Manchester árásarinnar – Þessar stjörnur koma fram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 31. maí 2017 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ariana Grande mun snúa aftur til Manchester til að halda styrktartónleika fyrir fórnarlömb hryðjuverkarárásarinnar í Manchester. Árásin átti sér stað á tónleikum hennar í Manchester Arena þann 22. maí. Undir lok tónleikanna sprengdi Salman Abedi, 22 ára, sig sjálfan upp með þeim afleiðingum að 22 aðrir létust og 59 særðust. Þetta var mannskæðasta hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið lýstu yfir ábyrgð á árásinni.

Ariana Grande hefur lýst yfir mikilli sorg og sagðist á Twitter vera miður sín og orðlaus vegna árásarinnar. Hún ætlar að halda tónleika til styrktar fórnarlömbum árásarinnar. „One Love Manchester“ tónleikarnar verða haldnir 4. júní í Emirates Old Trafford Cricket Ground. Ariana Granda kemur fram ásamt Justin Bieber, Coldplay, Miley Cyrus, Niall Horan, Katy Perry, Take That, Usher og Pharrel Williams.

Ariana Grande, Justin Bieber, Katy Perry.
Miley Cyrus, Usher, Pharrell og Niall

Þau sem voru á tónleikunum í Manchester fá fría miða á tónleikana og hefst venjuleg miðasala á fimmtudaginn. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á BBC Television, BBC Radio og Capital Radio Networks. Það verður einnig hægt að horfa á tónleikana á netinu samkvæmt E! News, en það er ekki komið á hreint í gegnum hvaða miðil það verður. Við munum láta ykkur vita um leið og það er ljóst.

Allur ágóði tónleikanna rennur til We Love Manchester Emergency Fund. Ariana Grande skrifaði opið bréf sem hún deildi á samfélagsmiðlunum sínum:

„Við ætlum ekki hætta eða lifa í ótta. Við ætlum ekki að láta þetta skipta okkur í fylkingar. Við ætlum ekki að leyfa hatri að vinna. Okkar viðbrögð við þessu ofbeldi eru að koma saman, hjálpa hvert öðru, elska meira, syngja hærra og vera vingjarnlegri og gjafmildari en við vorum áður. Tónlist á að græða okkur, koma okkur saman og gera okkur hamingjusöm… Við ætlum að halda áfram að heiðra þau sem við misstum, ástvini þeirra, aðdáendur mína og alla sem urðu fyrir áhrifum af þessum harmleik. Þau munu vera í huga mínum og hjarta mínu alla daga og ég mun hugsa um þau svo lengi sem ég lifi.“

Skrifaði Ariana Grande. Hún hefur aflýst Dangerous Woman tónleikaferðalaginu sínu eins og er.

Sjá einnig:

Kim Kardashian gagnrýnd harðlega fyrir þetta tíst um Manchester árásina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Modric skrifar undir og tekur við fyrirliðabandinu

Modric skrifar undir og tekur við fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sverrir verið seldur á svakalegar upphæðir – Blikar græða vel

Sverrir verið seldur á svakalegar upphæðir – Blikar græða vel
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.