fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025

„Fyrir nokkrum árum gekk ég í gegnum endalausar sjálfsvígshugleiðingar“ – 13 Reasons Why varð kveikja að frásögn

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 3. maí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarnar vikur hafa verið miklar umræður um þáttaröðina 13 Reasons Why. Fyrir ykkur sem ekki hafið séð þættina eða lesið bókina fjalla þeir um unglingsstúlku að nafni Hannah Baker sem fremur sjálfsvíg en skilur eftir sig upptökur á spólu. Í þeim upptökum gefur hún þrettán ástæður fyrir sjalfsvígi sínu, tengdar þrettán aðilum sem áttu þar í hlut.

Hannah Baker úr þáttunum 13 Reasons Why

Drengur að nafni Clay er meðal þeirra sem fær upptökurnar og gerast þættirnir í kringum hann. Þættirnir sýna mismunandi hliðar mismunandi aðila í sömu aðstæðum. Þeir sýna hvað „litlir hlutir” geta þýtt mikið fyrir suma. Ég er samt alls ekki að segja að það sem Hannah gekk í gegnum sé lítið! Alls ekki, en margir sjá það sem svo og þess vegna skrifa ég þessa grein í dag.


„Fyrir nokkrum árum gekk ég í gegnum endalausar sjálfsvígshugleiðingar. Ég var með lítið sem ekkert sjálfstraust, átti mjög fáa vini, fannst ég hafa enga hæfileika, fannst ég tilgangslaus, fannst ég ljót – fann mér fáar ástæður fyrir eigin tilveru.

Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að drepa mig. Ég var búin að skrifa sjálfsvígsmiðann. Ég bara gat ekki horft í augun á mömmu minni, ömmu minni, pabba mínum, vitandi að á morgun fengju þau versta símtal sem þau myndu nokkurn tíma fá. Ég bara gat það ekki. Og hérna er ég í dag.

Sjáið til, ég ætlaði að taka það skýrt fram í sjálfsvígsmiðanum að það var ein manneskja sem átti risastóran hlut í ákvörðun minni. Ég var meira en tilbúin til að eyðileggja líf hennar þar sem hún eyðilagði mitt. Hún gerði mér samt ekkert sérstakt. Það voru þessir endalausu „litlu” hlutir; bjóða mér ekki í afmælið sitt, segjast vera upptekin þegar ég spurði eftir henni (sá hana svo úti á skólalóð með krökkunum), vera vinkona mín einn daginn og líta svo ekki við mér þann næsta, taka þessar fáu vinkonur sem ég átti af mér, og svo endalaust fleira. Ég, með mitt litla sjálfstraust, sá nógu margar ástæður til að dvelja ekki hérna lengur.

Ég hef ekki deilt þessu með mörgum, ég kýs líka ekki að gera það því ég reyni að dvelja eins lítið í fortíðinni og ég get, þó það reynist fremur erfitt. En, að ganga um ganga skólans, að skrolla í gegnum internetið, að sitja fyrir aftan fólk í strætó, og hlusta á fólk endalaust vera að tala um þessa þætti og hvað Hannah var „dramatísk” virkilega kveikir í mér!

Fólk hefur búið til svokölluð memes á netinu til að gera grín að því hvað Hannah var dramatísk, hvernig hún kenndi öðrum um sjálfsvíg sitt, hvað hún vildi mikla athygli. Ég segi bara nei!

Gerið það, elsku fólk, reynið að setja ykkur í spor annarra. Að mínu mati er boðskapur þáttanna að sýna hvað hlutir geta haft mismikil áhrif á fólk, ekki túlka það sem svo að ein stúlka sé dramatísk, nei, reyndur frekar að sjá hvernig hlutirnir hafa önnur áhrif á hana.


Ég gat ekki klárað þættina, ég var farin að gráta mig í svefn yfir þeim því ég tengdi svo mikið við Hönnuh og gat ekki hætta að hugsa um það sem gæti hafa orðið. Ég fór að finna til mun dýpri haturs gagnvart gamla skólanum mínum og þessari einu manneskju sem hafði verstu áhrifin á mig. Á meðan hlusta ég á ykkur gera grín að þáttunum því þið hafið ekki gengið í gegnum þetta og teljið þetta vera óraunverulegt.

Nei, elskurnar mínar.

  • Bekkjarsystirin sem situr hlæjandi hjá vinahópnum sínum dreymdi um að fremja sjálfsvíg til að koma sér úr prísund lífsins.
  • Strákurinn sem hélt partýið á föstudaginn er að ganga í gegnum sjálfsvígshugleiðingat því honum var nauðgað fyrir nokkrum mánuðum.
  • Frænka þín er að ganga í gegnum þetta því hún er með djúpt þunglyndi.

Þetta er svo nálægt okkur. Við vitum það bara ekki fyrr en það er orðið alltof, alltof seint.

Það sem Hannah gekk í gegnum var ekki lítið, hún var ekki dramatísk, hún var ekki bara að kenna öðrum um, hún var ekki athyglissjúk. Hún var ekki vond! Hún átti erfitt og fann ekki festu í lífinu, eins og svo margir í kringum þig…
Ég vona að þessi grein hafi aðeins víkkað sjónarhorn þitt. Ég vona að þessi grein hafi sýnt þér að þú ert ekki ein/n að ganga í gegnum þetta og að einhver skilji þig.

Ég vona að þú passir hvað þú segir og gerir


Höfundur greinar óskar nafnleyndar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“
433
Í gær

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt
Pressan
Í gær

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.