fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025

Brad Pitt veitir fyrsta viðtalið eftir skilnaðinn

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 3. maí 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru 8 mánuðir liðnir frá því að skilnaður Brangelinu skók heimsbyggðina. Margir hafa eflaust beðið í ofvæni eftir að Brad Pitt tjáði sig um skilnaðinn og tilfinningar sínar í kjölfarið, og það hefur hann nú gert í forsíðuviðtali við GQ Style. Þar talar Brad á opinskáan hátt um bresti sína sem áttu þátt í aðdraganda skilnaðarins, og hvernig hann hefur notað tímann síðan til að bæta sig og verða betur fallinn til þess að ala upp börnin sín sex.

„Ég er nýbyrjaður í þerapíu,“ segir Brad í viðtalinu, en allir fjölskyldumeðlimirnir hafa fengið faglega hjálp eftir skilnaðinn. Brad segist hæstánægður með byrjunina.

Í september á síðasta ári var fjölskyldan um borð í einkaflugvél á leið til L.A. þegar tilkynning barst um átök milli Brad og 15 ára sonar hans, Maddox Jolie-Pitt. Nafnlaust símtal þess efnis barst lögreglu, og leiddi það til rannsóknar FBI á ásökunum um ofbeldi (málinu lauk síðan án þess að kæra væri gefin út). Fimm dögum eftir atvikið í flugvélinni sótti Angelina um skilnað.

Brad segir skilnaðarferlið hafa verið erfitt fyrir þau öll, sérstaklega börnin.

Mynd: GQ Style

Sem betur fer ganga samskipti fyrrum hjónanna betur núna en þau gerðu síðastliðið haust.

Brad segir lykilinn vera þann að þau skyldu ákveða að halda upplýsingum varðandi skilnaðinn frá ljósi fjölmiðlanna, af tillitsemi við börnin.

„Við þurfum að segja þeim margt. Þau þurfa að skilja framtíðina, það sem er að gerast núna og hvers vegna við komumst á þennan stað. Það krefst þess að við skoðum ýmislegt úr fortíðinni sem við höfum hingað til ekki rætt. Markmið okkar er að allir komi sterkari og betri manneskjur út úr þessari reynslu.“

Heimilið í Hollywood Hills er ekki svipur hjá sjón eftir skilnaðinn. „Hér var alltaf líf og fjör, raddir og hljóð úr öllum hornum.“ Já hann virðist frekar leiður yfir þessu öllu.

Þó segir hann að einveran hafi verið sér holl, og gert sér kleift að horfast í augu við það sem kom honum í þessar ógöngur. „Ég man eftir að hafa hugsað áður þegar fréttir bárust af einhverjum skandal – „Guði sé þökk fyrir að ég þurfi aldrei framar að eiga þátt í svona löguðu“. Hann segir að eftir skilnaðinn hafi hann meðal annars lært að hann er gjarn á að loka sig af. „Ég þarf að vera aðgengilegri, sérstaklega fyrir ástvini mína.“

 

Mynd: GQ Style

Lestu meira á GQ Style. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum
Hvað er konudagur?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur orkudrykk?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur orkudrykk?
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“