Ég var á Spáni á dögunum, nánar tiltekið í Sitges sem er dásamleg borg. Þar eru fjarlægðirnar litlar, strandirnar fegurri en allt og maturinn hreint út sagt dásamlegur. Sangría sem er þekktur túristadrykkur á Spáni lítur alltaf svo vel út í sól en ég hef aldrei fengið góða Sangríu, fyrr en nú. Hér er hin fullkomna Sangríu-uppskrift – sem er sumarlegri en allt og smellpassar í góða vinahittinga. Ég lofa ykkar að þessa munu þið elska.
Fyrir sex
1 sítróna
1 límóna
1 appelsína
350 ml spiced romm
100 g sykur
750 ml rauðvín
240 ml appelsínusafi