fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025

„Ég er þakklát fyrir að hafa barist á móti öllum þeim sem kölluðu mig aumingja“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 26. maí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er menntskælingur sem finnur að það er eitthvað í hjarta mínu sem knýr mig til að gefa mér tíma til að setjast niður og skrifa. Í kjölfar límmiðaumræðu Þórunnar Antoníu og annarra byltinga er varða kynferðisofbeldi eykst umtalið í samfélaginu, sem ég tel vera gott. Það er þó eitt sem mér finnst vanta í umræðuna. Við erum flest sammála um að ábyrgðin liggur hjá geranda þegar um ofbeldi er að ræða. Hvort sem ofbeldið er kynferðislegt, fjárhagslegt, líkamlegt eða andlegt.

Það sem mér finnst vanta er hvatning og stuðningur við þolendur ofbeldis til að skila skömminni sem fylgir ofbeldi til síns heima. Við eigum öll auðvelt með að láta það út úr okkur að skömmin sé gerandans, en erum við að fylgja og fara eftir því sem við segjum?
Ég veit ekki hvar skal byrja en það sem mig langar að komist til skila er hvatning til þolenda um að standa með sjálfum sér. Ég varð fyrir ofbeldi. Ég veit að „ofbeldi“ er vítt hugtak og margt sem getur falist í því. Gerendurnir voru konur og karlar. Því er gömul vísa aldrei of oft kveðin um að bæði kyn beiti ofbeldi.

Að verða fyrir ofbeldi veldur því oft að þolandinn óttist um líf sitt. Kannski í kjölfarið kemur upp andleg vanlíðan og veikindi hjá viðkomandi. Ég hef verið þar.

Ég var beitt ofbeldi, margsinnis. Mér var ekki trúað, ég var sökuð um lygar. Ég var látin heyra það að með því að tala um ofbeldið væri ég að búa til drama og vesen, að það hefði verið allra hagur ef ég hefði bara haldið kjafti og þá gætu allir gleymt því sem gerðist. Það er ekki svo einfalt. Sárin eftir ofbeldið hefðu fengið að vaxa innra með mér eins og illgresi sem aldrei er reytt.

Ofbeldi hefur áhrif á manneskju sem fyrir því verður og vonandi þá sem beita því líka, þá til betrunar. Afleiðingarnar sem það hafði fyrir mig sem þolanda var áfallastreita, þunglyndi og kvíði. Svo langt gekk það að mig langaði að deyja. Ég laumaðist stundum og sótti mér hníf, merkti sjálfa mig þunglyndinu sem leikur sér stundum að mér eins og stengjabrúðu.

Ég fékk hjálp frá sálfræðingum. Að ganga til sálfræðings er ekki skömm. Þið hafið kannski heyrt „það eru allir hjá sálfræðingi nú til dags.“ Já. Og hvað með það? Það breytir ekki vanlíðaninni sem hvílir á mér og þér sem erum hjá sálfræðingi til að reyna að bæta okkur og rétta okkur af eftir lífsins ólgusjó. Ég er þakklát fyrir að hafa barist á móti öllum þeim sem kölluðu mig aumingja fyrir að hafa leitað mér hjálpar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið auðvelt, en það var gott. Þess virði. Jók sjálfstraust. Mig langar að segja Takk við þá sem hafa hjálpað mér og takk við sjálfa mig fyrir að hafa leitað mér hjálpar og hafa verið tilbúin til að vinna úr því.

Kæru þolendur, það er í lagi að vera ánægður með sjálfa/n sig eftir að hafa staðist raunir sínar.

Ég kærði eftir mitt stærsta áfall. Það eru einhver ár síðan. Ég hef beðið lengi eftir réttlæti. Þegar ég kærði fékk ég að heyra að ég hefði ekki nægar sannanir, að ég væri að ljúga, ég lét mig hafa það. Árum eftir mætingu niður á lögreglustöð er ég loksins að fá dóm í mínu máli. Það besta er að biðin er þess virði. Hún er þess virði vegna þess að ég veit í hjarta mínu hvað gerðist og hvað er rétt. Hún er þess virði af því að ég stend eftir sem sterkari manneskja en ég hélt að ég væri. Þess virði vegna þess að ég gerði mitt allra besta til að skila skömminni. Þess virði vegna þess að með kæru fékk ég að horfast í augu við sjálfa mig, að ég er ekki ofbeldið sem ég hef orðið fyrir.

Ég fékk að takast á við þá lágu sjálfsmynd sem ég bar og tækifæri til að efla hana þegar ég sá hvað ég gat. Þegar þú opnar þig um ofbeldi og/eða kærir vegna þess stendurðu alltaf uppi sem sigurvegari, því þú stóðst upp fyrir þér og svo mörgum öðrum, þú jafnvel kemur í veg fyrir að sá sem beitti þig ofbeldi haldi hegðun sinni áfram. Þess virði vegna þess að þú veist í hjarta þínu hvað skal gera.

Þegar þið hafið staðið upp fyrir réttlætinu, eigið þið skilið að gleðjast. Gleðjist jafnvel fyrirfram því þið vitið að þið hafið orku og afl til að standa með sjálfum ykkur.


Mig langar að einblína meira á það að þolendur séu ekki einir í því sem þeir eru að takast á við og mig langar að horfa á lausnir fyrir bæði þolendur og afbrotamenn. Sjá fólk rísa. Ég vil sjá samfélagið taka á ofbeldi í heild sinni með forvörnum og fræðslu um afleiðingar, Í stað þess að einstaklingurinn sé endlaust að hugsa um hvernig hægt sé að verja sig, (þó það sé gott ef það er hægt). Það er engin skömm í varnarleysinu. Það er skömm í því að nýta sér varnarleysi annarra.


Höfundur greinarinnar óskar nafnleyndar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“
433
Í gær

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt
Pressan
Í gær

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.