fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Svona bregstu við þegar barnið þitt kastar upp

doktor.is
Þriðjudaginn 23. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest uppköst hjá börnum eru af völdum magasýkingar. Magasýkingar eru oftast veirusýkingar. Þær eru venjulega skammvinnar. Uppköst eru óþægileg, en sjaldan hættuleg. Mesta hættan við uppköst er vökvatap (dehydration). Það þýðir að manneskjan missir meiri vökva en hún innbyrðir og þar með þornar hún upp. Ef ekkert er að gert getur slíkt vökvatap verið lífshættulegt.

Mikilvægasta meðhöndlun við uppköstum er að koma nægum vökva í sjúklinginn. Það getur verið að barnið geti ekki haldið vökvanum niðri til að byrja með. Hvíldu þá maga barnsins í nokkrar klukkustundir og byrjaðu svo að gefa barninu vatn í litlum skömmtum. Það er allt í lagi þótt barnið borði ekki í smá tíma, en það verður alltaf að fá vökva.

Mynd/Getty

Hvað geturðu gert fyrir barnið þitt, ef það kastar upp?

Yfirleitt sér maður ekki að barnið þarf að kasta upp fyrr en það er um garð gengið, en ef þú sérð það og nærð að veita aðstoð er gott að halda við barnið til að auðvelda því að koma uppsölunni frá sér. Þú getur til dæmis haldið því yfir fati, vaski eða því um líku. Ef barnið er stærra og nær að segja til geturðu hjálpað því með því að styðja það yfir fati, vaski eða salerni.

Þegar barnið er búið að kasta upp áttu að láta það skola munninn rækilega. Æla er mjög súr á bragðið. Hún er bæði bragðvond, og ætandi fyrir tennurnar. Minni börn, sem ekki geta skolað munninn, geta fengið svolitla munnfylli af vatni, sem þau kyngja.

Barnið verður oftast kalt, sveitt og slappt eftir uppsöluna. Þerraðu andlit þess með rökum klút og láttu það hvíla sig. Mörg börn vilja sofna á eftir og ekkert mælir gegn því. Þú þarft bara að líta eftir barninu og vera tilbúinn að hjálpa því, ef það kastar upp aftur.

Hvers vegna þarf barnið strax að drekka mikinn vökva?

Eftir uppköstin getur barnið þurft að hvíla magann smá stund áður en það fer að drekka. Ef barnið byrjar strax að drekka á meðan maginn er viðkvæmur getur vökvinn komið af stað nýjum uppköstum. Ef þú bíður með að gefa því vökva í u.þ.b. tvær klukkustundir eru meiri líkur á að barnið haldi vökvanum niðri. Lítið barn getur átt erfitt með að skilja þetta, ef það er mjög þyrst gefðu því þá bara litla sopa, t.d. með teskeið.

Þegar barnið getur farið að drekka á ný, er mikilvægt að fara rólega af stað.

Gefðu því litla sopa. Vatn ertir magann minna ef það er ekki ískalt.

Ef barnið hefur tilhneigingu til að svolgra of miklu í sig of hratt, geturðu gefið því hreint þvottastykki, sem þú hefur undið upp úr köldu vatni, til að sjúga.

Ef barnið kastar upp af vatninu reyndu þá að gefa því vatn með teskeið. Þá fær það svolítinn vökva, en ekki svo mikinn, að það komi af stað uppköstum. Þú gefur lítið í einu, en ört.

Ef barnið hefur misst mikinn vökva, t.d. ef það hefur kastað oft upp og er með niðurgang geturðu keypt powerade eða gatorade drykk og blandað það til helminga með vatni. Þú skalt gefa barninu litla sopa af blöndunni svo að það fái nauðsynleg sölt og orku. Ef barnið hefur þrálát uppköst og niðurgang áttu að hafa samband við lækni.

Brjóstmylkingur getur haldið áfram á brjósti en ef brjóstagjöfin veldur uppköstum, áttu að hafa samband við lækni.

Hvernig geturðu séð hvort barnið þitt vantar vökva?

Nauðsynlegt er að fylgjast með hvort barnið pissar. Ef þú ert með kornabarn geturðu talið hvað það vætir margar bleyjur. Þú getur einnig fylgst með, hvernig slímhúð í munni barnsins lítur út. Ef barnið fær nægan vökva er slímhúðin í munninum rök, tungan bleik og munnvatn er til staðar.

Ef barnið vill alls ekki drekka þarft að hafa samband við lækni.

Ef barnið er eitthvað öðruvísi en það á að sér, ef það sínir merki sljóleika áttu strax að hafa samband við lækni.

Barnið þolir svolítið vatn, hvað á þá að gera?

Þegar barnið þolir svolítið vatn geturðu látið það drekka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Móðir Mbappe fann strax gríðarlegan mun

Móðir Mbappe fann strax gríðarlegan mun
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Óhapp í háloftunum – Flugfreyja fékk óþægilegt verkefni

Óhapp í háloftunum – Flugfreyja fékk óþægilegt verkefni
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Loksins búið að slá met Adu í efstu deild – Fer til Manchester City eftir fjögur ár

Loksins búið að slá met Adu í efstu deild – Fer til Manchester City eftir fjögur ár
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum vandræðagemsinn tekur mjög óvænt skref: Fann sér áhugavert áhugamál í einangrun – Stofnar nú fyrirtæki

Fyrrum vandræðagemsinn tekur mjög óvænt skref: Fann sér áhugavert áhugamál í einangrun – Stofnar nú fyrirtæki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.